Skiptir máli hver?

Það virðist ekki skipta máli hverjir sitja í húsinu við Austurvöll og brugga þann seyð sem almenningi er ætlað að sötra. Hvort það er Villi þessi eða Villi hinn og hvaða flokki þessir aðilar telja sig tilheyra virðist engu breyta, allt er gert til að valda hinum almenna borgara sem mestri ógleði og vanlíðan. Margt fólk sem maður hafði trú á að vildi og gæti breytt einhverju í þessu spillingarsýki sem Alþingi er áður en það var kjörið hefur umturnast gjörsamlega eftir að það hefur verið kjörið á þing. Það er engu líkara en Alþingishúsið sé stórhættulegur vinnustaður, kannski fullt af eitruðum gastegundum sem brenglar hugsun þess fólks sem þarna starfar svo alvarlega að það er algjörlega slitið úr tengslum við almúgann í landinu. Það er jafneinfalt og 2 + 2 að helsti drifkraftur verðbólgu hér á landi er verðtryggingin sjálf þó snillingunum í Alþingishúsinu takist ekki að koma auga á það. Verðbólgan nýtur þar fyrir utan rausnarlegs stuðnings núverandi skattaóstjórnar þar sem síauknar álögur tendra verðbólgubálið enn frekar fjármagnseigendum til góða á meðan það murkar lífið úr hinum almenna launamanni. Ef verðtrygging á að vera við lýði hlýtur að vera sanngjarnt að hún sé bæði á tekju og gjaldahlið hins almenna launamanns eins og var hér áður - það var ekki flókið að kippa henni úr sambandi hvað launaliðinn varðaði. Hinn almenni launamaður getur ekki borið ábyrgð á því að fjármagnseigendur hafi ekki vit á að festa fé sitt í einhverju sem skilar þeim ásættanlegum arði. Það er orðið tímabært að fjármagnseigendur beri ábyrgð á því til jafns við skuldara að efnahgsstjórn í landinu sé í höndum óhæfra einstaklinga.
mbl.is „Þjóðin þarf ekki Villa verðtryggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 525
  • Frá upphafi: 116271

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 442
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband