Fæstir í raun öryrkjar.

Deakrið er orðið svo yfirgengilegt að fólk getur í raun ákveðið að fara bara á örorkubætur. Af þeim sjö aðilum sem ég þekki til og eru á þessum bótum er aðeins einn sem er öryrki í raun og veru og getur ekki stundað vinnu. Hinir eru allir fullfærir um að framfleyta sér og vinna með þessu svart eða með tilfærslu á tekjum til annarra. Jafnvel þó fólk geti ekki unnið einhver ákveðin störf geta langflestir unnið við eitthvað. Ég var til sjós fyrir ca 25 árum síðan hjá lítilli útgerð. Hjá þessari útgerð unnu fjórir aðilar um borð í skipunum og áttu þeir það allir sameiginlegt að hafa misst hluta neðan af öðrum fæti, einn fyrir ofan hné og hinir þrír fyrir neðan. Einn þessara aðila var ekki heldur með fullan styrk í öðrum handlegg. Störfin um borð voru líkamlega erfið og þurftu þessir aðilar sem og aðrir í áhöfnunum að príla upp og niður í vélarúm og lestar. Mig rekur ekki minni til að þessir aðilar hafi nokkurn tíma kveinkað sér og ekki vildu þeir láta hlífa sér við neinni vinnu sem ætlast var til að hinir fullfrísku sinntu. Þá þekki ég til manns sem vantar framan á annan handlegginn og starfar hann við malbikunarvinnu og vælir síður en svo. Þetta er mest spurning um viðhorf. Til tveggja tilvika þekki ég þar sem viðkomandi komu sér á örorkubætur og tóku síðan að sér að keyra með túrista um landið, allt borgað undir borðið. Hins vegar má ekki gleyma því að hluti þess fólks sem er á örorkubótum eru í raun öryrkjar og að því fólki á að hlúa. En það á jafnframt að taka hart á svindurunum og útrýma gerviöryrkjunum því svindl þeirra veldur því að minna er hægt að gera fyrir hina sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Áður fyrr þótti skömm að því að vera upp á ríkið og samborgara sína kominn. Nú stæra menn sig að því að ná að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum - fólk sem ekki kann að skammast sín. Það eru hinir sem vinna sem borga brúsann og viðkvæðið er ávallt að skattleggja eigi þá meira svo til sé fyrir leti og aumingjaskap annarra.


mbl.is „Þróunin getur ekki haldið svona áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Fínn pistill hjá þér, gallinn við þetta allt saman er að erfiðara er um vik að láta þá sem raunverulega þurfa fá nægilegan lifeyri. í þjóðfélagi dagsins í dag þar sem líkamlegt erfiði við vinnu er á algjöru undanhaldi og er að færast meira yfir í eftirlit og stjórnun þá ætti stefnan miklu meira að byggjast á endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa starfsgetu til nýrra starfa. 

Hrossabrestur, 14.1.2017 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 115655

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband