Þýfið er líka svikið undan tekjuskatti.

Þeir aðilar sem þyggja dagpeningana þekkja það að flestir færa alla þá upphæð til frádráttar frá tekjuskattstofni þó mismunurinn eigi að reiknast til skattskyldra tekna. Þannig halda þessir aðilar þýfinu og svíkja það líka undan skatti. Þessu er ekki breytt þar sem þær breytingar eru í hondum umræddra þjófa og skattsvikara. Það eru fleiri sem njóta slíkra skattsvikinna tekna, embættismannaelítan er mjög stórtæk í þessu. Flugliðar að meðtöldum flugmönnum fá í raun stóran hluta launa sinna greiddan í formi dagpeninga sem ekki er greidd ein einasta króna af í skatt en þessir aðilar bera engan kostnað þó þeir fari til útlanda í þeim vélum sem þeir vinna um borð í. Þar að auki eru flugvélarnar venjulagur vinnustaður flugliða og ferðirnar ekki tilfallandi en megin forsendur þess að dagpeningagreiðslur eigi við er að um tilfallandi ferðir sé að ræða utan venjulegs vinnustaðar. Hvernig á lýðnum að vera kært að fara að lögum þegar skúrkarnir á Alþingi virða þau ekki?


mbl.is Vill endurgreiða dagpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er drulla í hraðbönkum ?

.....svo þú getir endurheimt aurinn !! Fáranlegt er orðið orðfæri margra. Aur á ekkert skylt við fjármuni. Það er hins vegar talað um aur og drullu. En aurar eiga eitthvað skylt við fjármuni og það orð í eintölu er ekki aur. Það virðist ekki vera orðin krafa hjá hinu opinbera að starfsfólk sé almennt talandi á opinbert tungumál landsins.


mbl.is Enginn vitjað fjárins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stéttarfélögin taki bara við rekstrinum.

Þjónustustörfum í flufvélum er sinnt bæði af karlmönnum og konum og sér ekki mikinn halla á þessu erlendis. En ef almennir starfsmenn með stéttarfélögin á bak við sig telja að þeir eigi að ákveða hvernig rekstrinum er háttað er þá ekki best að þessir aðilar taki alfarið við honum? Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur margra fyrirtækja í landinu og því eru þau fyrirtæki í raun í eigu sjóðsfélaga sem eru einnig félagsmenn í hinum ýmsu stéttarfélögum. Í stjórnir fyrirtækjanna er skipað af fulltrúum stettarfélaganna/lífeyrissjóðanna. Þeir aðilar berjast svo á hæl og hnakka við að ná sem bestri rekstrarafkomu, m.a. með því að halda launakostanaði niðri en launamennirnir eru í raun helstu eigendur fyrirtækjanna í gegnum lífeyrissjóðina. Að heyra svona gagnrýni frá þeim sem sitja á Alþingi ber enn og aftur vitni þess hvers konar skoffín þar sitja og fæst af því sennnilega gjaldgengt annars staðar, amk ekki á hinum almenna markaði.


mbl.is Aðför mistækra karla að kvennastétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptum embættismannakerfinu út.

Þetta er fyrsti vísir að einhverju verulega gáfulegu. Lítið bara á verk embættismannaelítunnar. Skiptum öllu dótinu út fyrir ódýra mállausa útlendinga - þetta getur ekkert versnað hvort eð er. Ef yrt er á mann í opinberum stofnunum hefur maður á tilfinningunni að yrðingurinn sé vél.


mbl.is Þurfi ekki að tala íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall eða verkfall heimavinnandi húsmæðra?

Hver á fyrirtækið ? Hver rekur fyrirtækið? Þeirri skoðun virðist vaxa ásmegin að starfsfólk með stéttarfélög sín sér til stuðnings eigi að stjórna því hvernig eigendur fyrirtækjanna haga sínum rekstri. Það er hins vegar fulllangt gengið ef stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna hafa ekkert um það að segja lengur hvort þeir kjósi að hafa starfsfólk í hlutastörfum eða ekki. Vinna virðist vera orðið eitthvert algjört aukaatriði í hugum margra og víst er að atvinnubótavinna færist að sama skapi í aukana þó ekki eigi það við um þjónustustörf eins og þessi. Flugfreyjufélagið hefur slegið þessu upp eins og verið sé að ráðast á kvennastörf. Hins vegar er þessum störfum ekkert síður sinnt af karlmönnum og erlendis er skipting milli kynjanna bara býsna jöfn. Vill flugfreyjufélagið tryggja að þetta sé eins konar launað tómstundastarf fyrir heimavinnandi húsmæður?


mbl.is „Fólk er bara í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Isavia stuðlar að undirboðum skúrkanna.

Samkvæmt þessu þá hagar Isavia sér á svipaðan hátt og RSK og Tollstjóri. Skúrkum er liðið að stunda undirboð og brjóta niður samkeppnisaðila sína í skjóli vanskila á meðan samkeppnisaðilarnir reyna þó að skila því sem þeim ber. Að lokum fer dæmið í þrot og opinber gjöld, þar með taldir vörsluskattar tapast. Tæplega getur Isavia kyrrsett vélar sem Wow air er með í rekstri þar sem þær eru akki í eigu þess, eða er það svo? Þessi skuld tapast væntanlega sem þýðir að þetta lendir á skattgreiðendum. Þarf þá ekki bara að hækka einokunar-snakkruslið og bílastæðagjöldin? Framferði Isavia er arfagalið, sem og tómlæti yfirvalda sem gæta eiga að tví að ALLIR skili því sem þeim ber.


mbl.is Milljarðaskuld við Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nígeríubréfin!

Ef fréttin er rétt og tæmandi þá er þetta sönnun þess að Nígeríubréfin svínvirka ennþá.


mbl.is Niðurstaðan í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arion lætur Frjálsa redda þessu.

Stuttbuxnastrákarnir (og stelpurnar) í Arion banka sem véla með lífeyri þeirra sem geyma hann í Frjálsa redda þessu að sjálfsögðu. Þetta fólk hefur sýnt og sannað ofursnilli sína en sjóðurinn hefur til margra ára skilað talsvert lakari ávöxtun en verið hefði ef sjóðsfélagar hefðu geymt fé sitt á bankareikningi. Helguvíkurdæmið er líka gott dæmi um snilli þessa fólks sem er yfir sig lært á afturendann. Nú er tækifæri til að hreinsa út úr Frjálsa fyrir fullt og allt. Hinir svokölluðu miðlarar fá alltaf sitt hvort eð er og greitt strax þar að auki. Halda skal til haga að launamenn eru skikkaðir með lögum til að setja 15,5% af því sem þeir afla í þessa glæpastarfsemi sem lífeyrissjóðirnir eru. Því er ekki síðra að nota það í að greiða niður flugfargjöld almennings en að setja það í vasa landflótta krimma.


mbl.is Ólíklegt að bankarnir komi að WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listin að koma stjórnvöldum út í horn !

Fyrir efnahagshrunið 2008 voru þó nokkrir einkaaðilar komnir í þá stöðu gagnvart bönkunum að þeir gátu hreinlega sett bönkunum úrslitakosti, þeir skulduðu það mikið að þeir stjórnuðu í raun ákvörðunum bankanna gagnvart þeim. Þrátt fyrir að verulega illa hafi farið að lokum þá varð eignastaða þessara aðila jafngóð eða betri fljótega eftir hrun en hún var á blómatíma þeirra fyrir hrun. Það var hins vegar almenningur sem tók skellinn. En nú er þetta allt gleymt enda Íslendingar almennt með lélegra minni en gullfiskar. Nú virðist fjárglæframaðurinn sem stendur á bak við WOW telja sig nokkuð góðan í þeirri stöðu sem vísað er í að framan þar sem talið er að gjaldþrot félagsins muni valda svo miklum skelli fyrir efnahagslífið að ekki verði við unað. WOW hefur komið sér sjálft í þessa stöðu en líka valdið samkeppnisaðilum sínum verulegum skakkaföllum með undirboðum sem engin innistæða var fyrir. Almenningur keypti flugmiða fyrir lítið en lét svo hafa sig að fífli og féþúfu í alls kyns hliðargjöldum. Nú er komið að því að ALLUR almenningur (líka þeir sem aldrei flugu með WOW) borgi það sem upp á vantar og gott betur. Af tveimur verulega slæmum kostum er betra að taka sársaukann út í eitt skipti og losna við þennan aðila af markaðnum heldur en að lengja dauðastríðið með tilheyrandi vítiskvölum. En það kæmi ekki á óvart að Arion setti talsvert af peningum Frjálsa lífeyrissjóðsins í þetta - best að þeir klári bara sjóðinn alveg í þessa svikamyllu. Bankinn fær hvort sem er alltaf ríkulega greitt í formi fjárfestingaþóknana hvort sem fjárfestingin er góð eða galin. En víst er að þó WOW leggi upp laupana þá koma einhverjir aðrir inn á markaðinn, kannski einhverjir sem kunna þennan rekstur, hver veit?


mbl.is Vongóðir um fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veislan búin, en afmælið sjálft?

Hann náði þó að halda upp á afmælið sitt. Nú er biðlað til ríkisins að bjarga félagi sem hefur stundað undirboð og stefnir lóðbeint á hausinn. Snillingarnir í Arion banka eru væntanlega á biðilsbuxunum að fá að sóa lífeyri sjóðsfélaga Frjálsa í þetta. Þeir sýndu svo sannarlega með fjárfestingum í United Silicon hve miklir snillingar þeir eru. Fyrst hlutafé þar sem þetta var svo glimrandi og skotheld fjárfesting, síðan keypt skuldabréf í Evrum á 10 - 13% vöxtum. Átti það eitt ekki að klingja einhverjum bjöllum hjá hinum sprenglærðu?


mbl.is Funduðu um stöðu WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband