Náriðill.

Ríkið er með eindæmum gráðugt þegar kemur að skattheimtu. Áður en börn arfleifanda geta notið þess sem foreldrarnir hafa lagt til hliðar til að búa í haginn fyrir erfingjana þá hirðir ríkið enn og aftur skatt af peningum sem búið er að greiða skatt af. Sé arfurinn greiddur út að arfleifanda látnum kroppar ríkið í líkið og er þannig nokkurs konar náriðill. Öfundarliðið vinstra meginn vill þó fá að riðlast enn meira á líkinu og sennilega verður það ekki ánægt fyrr en líkið er að fullu rotnað.


mbl.is Fyrirframarfur tíu milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjum á embættismönnunum.

Byrjum á að banna allar ferðir embættismanna enda skila þær ekki nokkrum neinu til gagns. Þá er sennilega bara hægt að láta restina í friði.


mbl.is Hömlur verða settar á flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðaskatturinn.

Þessi skattur er í raun hrein og klár eignaupptaka amk. þegar um fyrstu erfð er að ræða. Það er margbúið að greiða skatt af þessum peningum og hér er enn eitt dæmið um hvernig þeim (eða eftirlifendum þeirra) sem sýna ráðdeild er refsað. Þeim sem sólunda öllu er hampað og er frekar bætt í en hitt. Þegar unnið er fyrir peningunum hirðir ríkið ca 60% af því sem umfram skattleysismörk er (20% launagreiðendamegin og 40% launamannsmegin). Það sem greitt er í lífeyrissjóð er í raun skattur þar sem við úttöku hans kemur hann til lækkunar ellilífeyris frá TR. Af líkinu hirðið ríkið svo 10% af þeim 40% sem eftir er hafi það verið lagt til hliðar. Svo er hirtur 24% í vsk þegar erfinginn notar peningana. Þá eru eftir ca 20% sem ríkið hefur ekki náð að plokka af. Svo er til fólk sem telur eðlilegt að bæta um betur, hækka dauðaskattinn verulega og setja á svokallaðan auðlegðarskatt sem er ekkert annað en þjófnaður. Þegar börn erfa foreldra sína er algjörlega út í hött að skattleggja dauðann með þessum hætti. Hvers vegna á að skattleggja það sem barnið fær frá foreldrum sínum að þeim látnum en akki meðan þeir eru á lífi ? Það má kannski færa rök fyrir skattlagningu þegar komið er að þriðju erfð eða aftar. Ekki undarlegt að fólk líti skattaparadísir hýru auga, og hinir sem öllu sólunda jafnóðum öfundarauga.


mbl.is 47 milljarðar í arf í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara konur ?

Þarf ekki að gæta jafnræðis hér eins og annars staðar þannig að bæði kynin séu í framboði ? Eru engar kröfur og enginn metnaður ?


mbl.is FKA óskar eftir tilnefningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattgreiðendur eiga að blæða.

Nú er örvænting glaumgosanna sem dreymir um að eignast nýtt flugfélag án þess að leggja nokkuð sjálfir að veði orðin slík að reyna á að hræða fjárfesta til þátttöku með því að mála upp þá mynd að töpuð viðskipti nemi hundruðum milljarða verði þeim ekki lagt lið við þetta glapræði. Þó hér hafi orðið fækkun í komu ferðamanna eftir að WOW var keyrt á hausinn af eiganda sínum  þá virðist eftirspurnin ekki hafa verið meiri en svo að erlend flugfélög drógu úr framboði á flugi til landsins. Hér á greinilega að leika sama leikinn og hjá WOW, skattgreiðendur og fjárfestar, þ.m.t. lífeyrisþegar borga brúsann. Það á hreinlega að greiða níður flugfargjöldin í boði skattgreiðenda. En þarf ekki miklu frekar að koma upp áfallahjálpateymi í komusal Leifsstöðvar vegna okurs sem blasir við þegar komið er inn í landið ? Sódavatnsflaska á 599 kr í 10-11 og tvöfaldur espresso á 900 kr í Joe and the Juice, sami skammtur á kaffihúsi í London kostar innan við þriðjung. London hefur aldrei þótt neitt sérstaklega ódýr! 


mbl.is Hundraða milljarða hagsmunir undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær að leggja báknið niður.

Rétt að vinnuhópurinn einbeitti sér frekar að því að leggja þetta bákn niður.


mbl.is Vinnuhópur undirbýr stofnun dótturfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er framlag stofnenda?

Hve mikið ætla glaumgosarnir sem eru að stofna þetta að leggja mikið til sjálfir ? Koma þeir til með að leggja að veði allar fasteignir sem þeir eiga ? Þetta verður væntanlega Re-Play WOW fyrir skattgreiðendur og svo er bara spurning hvað næst að narra út úr lífeyrissjóðunum - þar liggur mikið fé án hirðis, amk. hirða þeir sem þar hafa völdin lítið um að verja fjármuni þeirra sem eiga lífeyrinn þar.


mbl.is Funda um Play í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krakkaflokkurinn.

Það eina sem getur bjargað þessum ræfli sem er búinn að eyðileggja flokkinn er að færa kosningaaldurinn niður í bleyju og snuddualdurinn. Ég er búinn að vera dyggur stuðningsmaður flokksins, ekki vegna þess að hann er bestur, heldur vegna þess að hann er minnst verstur, en nú skilur leiðir. Formaður flokksins hlustar ekki á neinar gagnrýnisraddir og nú finn ég atkvæði mínu annan stað. Það er ekki nóg að hafa krakkagríslínga með pungapróf í lögfræði á öllum vígstöðvum. Við þurfum fólk með reynslu úr atvinnulífinu. Bjarni hefur það ekki frekar en krakkarnir sem hann er búinn að raða í kringum sig.


mbl.is „Þetta er ekki góð könnun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattsvikarar háloftanna.

Flugliðar njóta þeirra vafasömu fríðinda að fá óáreittir að svíkja stóran hluta launa sinna undan tekjuskatti þar sem þau eru greidd í formi tilhæfulausra ferðadagpeninga sem ekki eru nýttir til greiðslu ferðakostnaðar en aðeins sá hluti er í raun frádráttarbær. Þetta er gert með vitneskju og samþykki skattyfirvalda og þingmanna þvert á alla flokka enda fá þeir að njóta á sama hátt. Þetta eru því nokkurs konar mútur þeim til handa fyrir að halda kjafti og sýna þessu algjört tómlæti. Væntanlega ætla hinir nýju aðilar að færa enn stærri hluta launanna í búning dagpeninga og lækka þannig launakostnað umfram það sem Icelandair gerir en þetta dagpeningasvindl hefur viðgengist þar í stórum stíl í áratugi. 


mbl.is Hvetur Play til að leggja allt á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með aðrar hjólhýsabyggðir ?

Það eru víðar svona hjólhýsabyggðir þar sem dekkin eru sokkin ofan í jörðina, búið að byggja sumarhús við, tengja við frárennsli, vatn og rafmagn og engin fasteignagjöld greidd. Má Loo ekki bara af því að hann er skáeygður? 


mbl.is Hjólhýsi Loo víkja á Leyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 115657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband