Sjálftökuhyskið byrji á að taka til í ríkisbákninu.

Áður en sjálftökuhyskið getur leyft sér að beina spjótum sínum að fólki á almennum vinnumarkaði og saka það um að setja þjóðfélagið á hliðina vegna yfirgengilegrar frekju þarf þetta sama fólk að líta sér nær og ekki úr vegi að það læri mannasiði. Hrúgað hefur verið undir rassinn á embættismönnum ríkisins sem mjög margir eru í störfum sem eru algjörlega óþörf og skila engum tilgangi nema þá helst að þvælast fyrir. Byrja þarf á að leggja niður fjölda stofnana og líta í því tilliti til íbúafjölda í landinu. Aftur með tilliti til íbúafjölda í landinu þarf að fækka verulega í þeim stofnunum sem eftir eru. Nú er td. fjöldi þingmanna með aðstoðarmenn sem tiðkaðist alls ekki fyrir nokkrum árum og eru það skýr merki um að viðkomandi þingmaður sé í starfi sem hann veldur ekki. Nýtt kerfi til að ákvarða laun embættismanna ríkisins væri að mæla þá í störfum sem auðmælanlegt er með tilliti til framleiðni. Þá kæmi helst til greina einhvers konar framleiðslustörf eða ákvæðisvinna í einhverri mynd (þetta fólk hefur gott af því að prófa að vinna svolítið með höndunum). Viðkomandi fengi svo laun sín í starfi embættismanns sem endurspegluðust í verðmætasköpun hans/hennar í ákvæðisvinnuprófinu. Þá yrðu margir þeirra tæplega matvinnungar. Þegar embætti á ríkisjötunni hafa verið auglýst laus til umsóknar sækir ávallt óhemju stór hópur um þar sem fóðurbagginn er mun sverari þar en á almennum markaði. Það er því full ástæða til að lækka laun verulega fyrir þessi störf þar til sá fjöldi sem þar sækir um sé á pari við umsækjendur í störf á almennum markaði. Áður en sjálftökuhyskið á þingi gagnrýnir hinn almenn launamann þá þarf að setja lög þar sem öllum embættismönnum er sagt upp störfum, raðað sé í launaflokka á ný sem endurspegla launataxta á almennum markaði og auglýsa störfin upp á nýtt. Þessir aðilar fylgi síðan launum á almennum markiði án möguleika á að klína utan á aukagreiðslum fyrir óunna yfirvinnu eða annað. 


mbl.is Uppskrift að óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2018

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 137
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 580
  • Frá upphafi: 116326

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband