Báknið blæs út.

Engin furða að skattablaðran stækki og stækki. Með stóraukkinni aumingjavæðingu og uppblæstri ríkisbáknsins er endalaust lagt meira á herðar þeirra sem geta og nenna að framfæra sig. En það kemur að því að þessi blaðra springi því sífellt færri sjá sér hag í því að leggja eitthvað á sig þar sem það þykir æ eðlilegra að vera á einhvers konar framfærslu frá hinu opinbera. Í þeirri umræðu gleymist alveg hvað "hið opinbera" er. Um það bil 20.000 manns eru á svokölluðum orörkubótum þar sem innan við tíund þess er í raun ófær um að framfleyta sér og því til viðbótar eru nokkur þúsund manns að þiggja atvinnuleysisbætur í ástandi þar sem næga vinnu er að hafa. Þá er verið að halda fjölda fólks í tilgangslausum störfum hjá ríkisbákninu á launum sem spannar allt litrófið. Til viðbótar eigin vesalingum er svo verið að hrúga inn í landið flóttamönnum frá myrkustu heimshlutum mannlegra hvata og fólk sem kemur þaðan er almennt einbeitt í að samlagast ekki okkar menningu hér. Þeir sem helst tala fyrir því að hjálpa eigi öllum sem hingað vilja koma leggja sjálfir lítið sem ekkert til en ætlast hins vegar til að hinir borgi. Þá hafa heyrst rök þess efnis að ekki veiti af þessu fólki þar sem stöðugt vanti vinnufúsar hendur. En ef grannt er skoðað þá eru þetta almennt ekki vinnufúsar hendur þó til séu örfáar undantekningar. Haldi þessi aumingjavæðing áfram munu þeir sem í raun fjármagna aumingjavæðinguna að lokum kikna undan byrðinni og slást í hóp þeirra sem þiggja. Sú þróun er nú þegar hafin. Við erum komin að þeim stað að geta tæplega hjálpað þeim sem eru hjálparþurfi þar sem laumufarþegarnir eru orðnir svo margir og fer enn fjölgandi.


mbl.is Er vonsvikinn með vaxandi skattbyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 115743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband