Og við hvað ætlum við svo að vinna ?

Það er viðast hvar annars staðar margt ódýrara en á Íslandi. Samanburður við Austantjaldssvæði er ansi hæpinn nema taka inn í dæmið laun og verðlag almennt á því svæði sem þjónustan er keypt á. Skýr dæmi um svona mismun eru víða. Verðlag í Hong Kong (SAR) sem liggur að Kína er td. talsvert hátt og þegar landamærin voru opnuð almenningi beggja vegna landamæranna þar þá þurrkuðust þjónustugreinar á borð við tannlækna, sjóntækjafræðinga, hárskera, snyrtistofur oþh. nánast út í Hong Kong á ljóshraða. Að sama skapi spratt svona starfemi upp eins og illgresi Kínamegin landamæranna. Það er ekki nema 20 mínútna lestarferð yfir og þess vegna sá almenningur í Hong Kong sér leik að skjótast yfir til kaupa á svona þjónustu. En launin Kínamegin eru líka aðeins brot af því sem er Hong Kong og hætt við að þeir sem búa Kínamegin sjá ekki þessi kostaboð. Það er líka nánast ekkert framleitt í Hong Kong lengur. 

Við erum búin að vera býsna dugleg við að losa okkur undan hinum ýmsu atvinnugreinum hér. Fyrir síðustu aldamót losuðum við okkur við kaupskipaflotinn og þeir örfáu Íslendingar sem starfa enn við þetta skila engum sköttum til Íslands. Við losuðum okkur undan störfum við fiskvinnslu á sínum tíma með því að flytja inn Austantjalda í þau störf. Ræstingavinnu viljum við ekki sjá að koma nálægt lengur og nú er svo komið að jafnvel er horft niður til þeirra sem leggja fyrir sig iðnnám vegna þess að við flytjum inn Austantjalda í flugvélaförmum. Flestir þeirra eru með pappíra sem vafasamt er að eitthvað sé á bak við enda eru gæði mannvirkja í dag fráleitt betri en þeirra sem áratuga gömul eru. Ferðagúru frá Íslandi sem þykist starfa í Lettlandi en er mjög umsvifamikill í þessari starfsemi á Íslandi virðist staðráðinn í að rústa vinnumarkaði í þeirri grein hér á landi með aðstoð yfirvalda.Á veitingastöðum eða almennt í ferðamannabransanum er tæplega hægt að fá þjónustu frá fólki sem mælir á Íslensku. Talandi um ferðamannabransann þá er það ágætis samanburður út frá hinu séð að það kosti minna á fara í hálfsmánaðarferð til Kanaríeyja og gista þar á 5 stjörnu lúxushóteli með öllu inniföldu en að fara í helgarferð á landsbyggðina og gista þar í húsnæði sem áður var verbúð eða sambærilegt.

Yfirleitt er samanburðurinn eins og í þessari frétt ekki sanngjarn að öllu leyti vegna þess að lífkjör á staðnum eru ekki tekin með í reikninginn. Væri ekki nær að útvista störfum sem snúa að þjónustu við almenning og fá hana þá talsvert ódýrari ? Þá er ég að tala um ráðherra, embættismenn og allt þetta lið sem er komið í sjálfbæra sjálftöku.

Á sama tíma og við höldum áfram að eyða okkur sjálfum eru þúsundir á atvinnuleysisbótum eingöngu vegna þess að þeir nenna ekki að vinna.


mbl.is Fara í hópum til tannlækna í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2018

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 116192

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband