Veð í eigum annarra ?

Nokkuð víst er að eigandi vélarinnar mun þurfa að gera upp þau gjöld sem til eru komin vegna hennar en alls ekki vegna annarra véla sem WOW var með í rekstri. Ætlast Isavia kannski til þess að þessi aðili greiði líka skuldirnar sem Primera skildi eftir í ógreiddum lendingargjöldum? Ákveði Héraðsdómur að eigandi vélarinnar skuli greiða alla skuld WOW mun það setja Ísland í flokk með löndum þar sem einræðisherrar fara sínu fram án tillits til laga. Og þá verður eitthvað lítið um millilandaflug til og frá Íslandi þar sem eigendur og fjármögnunaraðilar flugvéla munu takmarka farsvið vélanna við þau svæði þar sem verðmæti þeirra eru örugg. Þeir sem stjórna Isavia virðast ekki þrátt fyrir að vera sprenglærðir á afturendann átta sig á að ekki er hægt að taka veð í nokkurri mynd nema eigendur veðandlagsins hafi eitthvað um það að segja. Undanþegin eru lögveð eins og fasteignagjöld vegna þeirra eigna sem á þær eru lagðar. Hafnargjöld skipa eru svipuð eðlis og á það væntanlega líka um flaugvallargjöld flugvéla. Það er nokkuð langsótt að taka veð í fasteign eins aðila vegna fasteignar nágrannans nema sá aðili hafi veitt heimild til slíks. Með réttu ætti að ganga í persónulegar eignir stjórnenda Isavia til að ná inn þessari skuld að svo miklu leyti sem eignir þeirra hrökkva til. Laun þeirra hafa víst eitthvað með gríðarlega ábyrgð þeirra í starfi að gera. Nú skulu menn rísa undir þeirri ábyrgð.


mbl.is Leita atbeina dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2019

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 115749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband