Bætur en ekki laun.

Þetta eru ekki laun. Laun eru greidd þar sem fólk er ráðið í vinnu og fær greitt fyrir störf sín sem launamenn. Hér er verið að greiða bætur þar sem viðkomandi getur ekki séð sér farborða. Alveg á sama hátt og greiddar eru örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Þetta er bara einn bótaflökkurinn enn í býsna fjölbreytta bótaflóru landsins. Köllum þetta bara réttu nafni, ListamannaBÆTUR. Bótaþegar sem þessir voru hér áður fyrr kallaðir sveitarómagar, en það þykir víst full rasískt nú til dags og þá eru fundin til fínni nöfn.


mbl.is 325 listamenn fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er meðalávöxtunin?

Hér er sambærilegt upp á teningnum og á árum áður þegar aðeins var talað um bestu túrana á togurunum hvað hásetahlutinn varðaði. Aldrei var minnst á þá túra sem ekki fiskaðist upp í tryggingu. Sannleikurinn með lífeyrissjóðina er því miður sá að peningar sem þar eru settir inn rýrna verulega. Hver er meðalávöxtunin hjá þessum lífeyrissjóði sl. tvo áratugi ? Hún er lélegri en hægt hefði virið að fá með öruggum innlánum. Þá verður að taka inn í bæði rekstrarkostnað og fjárfestingakostnað upp á hundruð milljóna en hinu síðarnefnda hafa klókir en ekki klárir stjórnarmenn sjóðsins tekið út fyrir sviga og falsað þannig bókhaldið og þá fæst betri ávöxtunarprósenta. Þá hafa fjárfestingarnar hjá þessum sjóði ekki verið gáfulegar margar og sennilega stærsti skandallinn United Silicon sem er skólabókardæmi um hvað menn gera ekki. Ég er í þeim hópi sem greitt hefur í Frjálsa eftir að ég var ekki skikkaður lengur til að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna. Í Frjálsa fór hluti skylduiðgjaldanna í séreign sem ég mun taka út í einu lagi á 60 ára afmaælisdegi mínum til að bjarga því sem bjarga má. Í 15 - 20 ár geiddi ég í sjómannasjóðinn og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þaðan mun mánaðarleg greiðsla þaðan nema tæplega þeirri upphæð sem dugir til að kaupa lambahrygg í matinn einu sinni. Það sem kemur samtals úr skylduiðgjaldinu hjá Frjálsa og Sjómanna er tapað þar sem það kemur til frádráttar ellilífeyris hjá Tryggingastofnun, lífeyrir sem ég hef áunnið mér réttindi til með búsetu og greiðslu skatta á starfsævi minni á Íslandi. Greiðsla lífeyrisiðgjalda hjá hinum almenna launamanni er ekkert annað en viðbótar skattheimta þar sem ellilífeyrir skerðist á móti. Því ætti að leggja alla lífeyrissjóði landsins niður og láta það fólk í friði sem vill leggja eitthvað aukalega til hliðar til efri ára.  


mbl.is 12,4% raunávöxtun á aðalsafni Frjálsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2020

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 116200

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband