Alveg morgunljóst!

Auðvitað á bara að rétta þessu liði löngutöng, bara kurteisislega. Get ég ætlast til til þess að ríkið bæti mér tapaðar kröfur vegna þess að ég var svo vitlaus að selja einhverjum ævintýramönnum vörur út í reikning? Tæplega! Sæmilega greint fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að komi nýr aðili inn á innlánsmarkað og bjóði margfalda innlánsvexti á við þá sem fyrir eru á markaði þá sé slíkt of gott til að það geti gengið upp. Í versta falli hefðu einhverjar bjöllur átt að klingja og segja þessu fólki að áhættan væri umtalsvert meiri. Ef þú kaupir þeir miða í lottóinu og færð ekki vinning þá getur þú ekki bara komið eftir útdtrátt og heimtað endurgreiðslu af þú hagnaðist ekki.

Annars held ég að tími sé til kominn að einhverjir alvörumenn verði sendir eftir glæpahyskinu sem  býr nú undir verndarvæng Brown og Darling í lúxusíbúðum í London til að ná í peningana sem þeir stálu. Þessir peningar gufuðu ekkert upp. Rétt er að hafa í huga að stærstu geymslustaðir fyrir fjármuni sem stungið hefur verið undan gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum eru í London og Manhattan. Þó þessi svokölluðu fyrirtæki séu skráð á Tortóla þá eru peningarnir ekki geymdir í bönkum þar nema að litlu leyti.


mbl.is Bera enga ábyrgð á innistæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Get alveg tekið undir þetta með þér en það virðist vera alveg rosaleg vinna að leita þetta fé allt saman uppi eins og kom berlega fram er Eva joly fann þessar gríðarlegu upphæðir sem stolið var í frakklandi á sínum tíma en þar þurfti að rekja miljónir færslna. Peningarnir finnast vonandi á sem styðstum tíma.

Tryggvi Þórarinsson, 18.2.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband