Eignir upptækar.

Fyrir hrun fór hún illa með almannafé sem hún notaði til greiðslu skemmtiferða sinna og eiginmanns síns á handboltaleiki í Kína en það eru smámunir miðað við málefni 7 hægri ehf. En lýsir innrætinu ákaflega vel og viðhorfum hennar til meðferðar almannafjár. Hjón eru með sameiginlegan fjárhag nema um annað sé kveðið í kaupmála og engan trúnað legg ég á að þau skötuhjú hafi ekki haft hugmynd um hvað hitt var að gera í þeim efnum. Efni tekur formi fram og þó skuldbindingarnar hafi verið settar inn í einkahlutafélag þá á eiginmaður Þorgerðar sem var einn af yfirmönnum Glitnis að bæta það tjón sem hann olli með þessum gjörðum sínum að því marki sem eignir hans hrökkva til. Staða þeirra hjóna er nokkuð sérstök ef haft er í huga að Þorgerður sat í ríkisstjórn þegar hremmingarnar riðu yfir og bjó yfir meiri vitneskju en almenningur hvað þessi mál snerti. Utanaðkomandi fólk hefði ekki fengið ábyrgðir felldar niður með þessum hætti og fjöldi fólks situr nú uppi með óviðráðanlegar ábyrgðir sem til eru komnar vegna háttarlags þess fólks sem felldi niður eigin ábyrgðir og telur sig þess vegna laust allra mála. Þetta fólk kann ekki að skammast sín og ætlast til að almenningur borgi fyrir sukk þess. Það skal aldrei verða. Nú skal  almenningur koma því í kring að allar eignir þessa fólks verði gerðar upptækar til lækkunar þess tjóns sem það olli. Stjórnvöld virðast algjörlega vanmáttug í þessu. Þá þarf að sækja þá útrásarkrimma sem flúið hafa land og loka þá inni þar til þeir hafa bent á hvar þýfið er geymt. Ef þeir koma ekki sjálfviljugir þá er ekki annað til ráða en að nota ógeðfelldar aðferðir glæpamannanna sjálfra. Síðan á að vísa þessu hyski frá landinu ríkisfangslausu. Þá fyrst er hægt að tala um framlög almennings til uppbyggingar þjóðfélagsins, en fyrr ekki.
mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband