Vatnspyntingaraðferðin.

Af hverju nota verkalýðsforingjarnir í Straumsvík ekki bara vatnspyntingaraðferðina? Að neyða einhvern til að ganga frá samningi sem hann er ekki sáttur við er hreint og klárt ofbeldi og ekki samningur í þeim skilningi. Ljóst er að verkalýðsforingjunum þykir gott ef lögin eru þeim í vil og úrskurðir dómstóla falla þeim í geð. En falli úrskurður dómara þeim í óhag er hugað að öðrum aðferðum til að valda sem mestu tjóni. Nú er talað um að fá erlend samtök í lið með sér til að koma í veg fyrir að skipið verði losað ytra. Það er ömurlegt ef verkalýðsforingjarnir fá að stunda svona skemmdarstarfsemi. Það er búið að úrskurða að umræddir stjórnendur megi ganga í þessi störf og er það hliðstætt við að eigendur einkahlutafélaga megi sinna öllum störfum innan síns fyrirtækis. Á að líða þessu glæpahyski svona hryðjuverkastarfsemi? Ég segi NEI.


mbl.is „Dunda við að koma þessu um borð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju er þér svona illa við verkalýðsfélag, er það ekki augljóst að verktakaleigurnar eru að eyðileggja alla þá baráttu undan farna öld fyrir launum og hlunnindum verkafólks.

Ef að Ríó Tinto fer á hausinn vegna þess að þeir fái ekki að nota verktakaleigurnar, þá er eins gott að,þeir hætti í dag því það er auðsýnilega enginn grundvöllur fyrir starfsemi Ríó Tinto.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2016 kl. 00:54

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, mér er ekki illa við verkalýðsfélö en þegar þau geta ekki sætt sig við niðurstöðu dómara og hóta að fara "aðrar leiðir" þá er mælirinn fullur. Verkalýðsfélagið hefur í hendi sér að neyða hvaða samning sem er upp á fyrirtækið hve ósanngjarn sem hann er þar sem rekstraraðilinn getur ekki valið um við hvern hann semur ólíkt því þegar menn eiga viðskipti á almennum markaði. Þetta er eina fyrirtækið í landinu sem hefur ekki frelsi til að velja um hvort verk séu unnin af verktökum eða launamönnum þeirra. Ef banna á undirverktöku þá á slíkta að ganga yfir alla, þ.e. þá setur Alþingi lög um slíkt. En stjórnvöld hér vilja hafa alla sem vinna með höndunum á þrælakjörum. Dæmi eru um erlenda starfsmenn hér sem eru að fá greiddar um 450 krónur á tímann og hvorki stjórnvöld né handónýt verkalýðshreyfingin gerir neitt í þessu. En sennilega verður Straumsvík lokað og þá loka mörg önnur fyrirtæki með og kannski bara Fjörðurinn í allri sinni dýrð. Hvernig fór fyrir Detroit?

Örn Gunnlaugsson, 4.3.2016 kl. 14:12

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

https://m.youtube.com/watch?v=cRPPZawXSf0&feature=youtu.be

Við viljum kannski hafa þetta svona hér á landi? Ég segi nei takk.

Gísli Sigurðsson, 4.3.2016 kl. 15:50

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef reinslu af því að vinna sem verktaki í gegnum vektakaleigu, kaupið var helmingi minna en hjá fastráðnum og engin hlunindi. Svo komu hótanir frá fyrirtækinu sem ég var leigður til að ef ég vildi ekki vinna ólöglega þegar það hentaði fyrirtækinu, þá var ég sendur heim án launa.

Ef þetta er það sem koma skal á Íslandi, þá geta islendingar sagt astala vista bye bye við milli stéttina.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2016 kl. 22:41

5 Smámynd: Riddarinn

Þetta er bara svo tvíeggja vopn vegna þess að Ríó Tinto er sama hvort Álverinu verði lokað og það er eins og að fá það óþvegið í þurt Kakóið fyrir verkalýðsfélögin og hagsmunaaðila ef það verður skellt í làs og bara gefinn fingurinn með bros á vör og svo er veisla í kjötinu þegar starfsloka samningarnir verða teknir upp skúffunni og nýja Skútan pöntuð og skálað í Kampavíni í glaum og gleði.

Þetta er ein heljarinnar óreyða og minnir á hundinn sem ég sá vera að riðlast á síma staurunum í gær.

Riddarinn , 5.3.2016 kl. 03:31

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Riddari,

Ef Ríó Tinto væri nákvæmlega sama hvort að Straumsvíkur álverið verður lokað eða ekki, þá væru þeir fyrir löngu búnir að loka.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2016 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband