Tapað spil fyrir Primera.

Þetta er gömul saga og ný. Hliðstætt útflöggun kaupskipanna á sínum tíma. Þó skipin hafi farið undir svokallaða hentifána þá var og er enn miðað við ríkisfang raunverulegs eiganda. Í tilvikum kaupskipanna þá horfðu stéttarfélögin og Alþjóða flutningaverkamannasambandið algjörlega fram hjá því hvort skipin væru alfarið í samkeppni á láglaunasvæði og trufluðu ekki samkeppni í heimalendi eigandans. Í tilviki Primera er leikurinn sannanlega gerður til að ná samkeppnisforskoti á markaði þar sem kjör eru með betra móti og hinir virða leikreglur sem gilda í heimalandi raunverulegs eiganda. Kostulegt er að almenningur taki þátt í að styrkja svona þrælahald með því að skipta við svona aðila til að spara sér nokkrar krónur. Saga Primera er ekki beysin. Þeir aðilar sem eiga bókað flug með félaginu á næstunni munu margir hverjir verða fyrir miklum skakkaföllum og eiga svo sem ekkert annað skilið meðan leikreglur eru ekki virtar af hinum raunverulega eiganda. Þetta spil er algjörlega tapað fyrir Primera, þetta er  aðeins spurning um tíma - sem er reyndar mjög stuttur.


mbl.is Sérstök kjaradeila í fluggeiranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 115741

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband