Sjö stjörnu hótel.

Þrátt fyrir að byggingakostnaður nýja Marriott hótelsins fari nú verulega fram úr áætlun mun hann ekki slefa í kostnað við Hilton Hólmsheiði per gest.Áður en nálgast þann stað í lífinu þar sem maður þarf á umönnun að halda er rétt að íhuga að fremja nógu alvarlegan glæp til að tryggja sér búsetu á Hólmsheiði ( ég tala nú ekki um Kvíabryggju þar sem fangarnir tútna út vegna ofeldis).


mbl.is Líkir íslenskum fangelsum við hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi ummæli í fréttinni snúast reyndar um fangelsið á Sogni sem er svokallað "opið" fangelsi en ekki Hólmsheiði sem er lokað og harðlæst öryggisfangelsi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2018 kl. 17:18

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

En lúxusinn á hinum hótelunum, Hilton Hólmsheiði og Hotel County Kvíabryggja er víst ekki af lakara taginu. Hef það eftir mönnum sem hafa verið þar og engan veit ég til sem hefur horast þar.

Örn Gunnlaugsson, 4.5.2018 kl. 18:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir fá a.m.k. frítt fæði og húsnæði sem er meira en hægt er að segja um marga saklausa almenna borgara hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2018 kl. 18:38

4 Smámynd: Guðmundur Ingi Þóroddsson

Sæll Örn

Í fyrsta lagi þá ruglar þú fangelsum. Í öðru lagi þá er ekkert líkt með íslenskum fangelsum og hótelum og því alveg ljóst að þú hefur ekki upplifað það að vera í fangelsi nú eða jafnvel gist á hóteli þá. Það er rétt hjá þér að kostnaðurinn er gífurlegur í öryggisfangelsum og enginn árnagur ef af slíku enda koma meira en helmingur fanga aftur í fangelsi.  Þá skiptir aðbúnaður nokkru máli en það sem skiptir mestu máli er að fangavist hafi innihald sem er ekki á Íslandi.  Ég veit fyrir víst að Holland á til mun betri fangelsi en við gerum en þetta er allt spurning um hvar fanginn er staddur í sinni afplánun.   Það er oft góður matur í opnu fangelsunum enda eru margir fangar afbrags kokkar. Það er reyndar ekki maturinn sem er vandamálið varðandi að fangar þyngist heldur skortur á íþróttum, tómstundum og annarri iðju en margir fangar eru árum saman í lokuðu fangelsi áður en þeir fá að fara í opið fangelsi, ég er einn þeirra. Í dag er ég 140 kg :)  Í alvöru talað þá þurfum við markvissar meðferðir fanga í opnum úrræðum og reyna að loka sem fæsta inni í lokuðu eða í sem stiðstan tíma og leggja áherslu á betrun með námi, verknámi og starfsþjálfun, þá er árangurinn meiri, glæpum fækkar, kostnaður minnkar og það sem skiptir mestu máli er að brotaþolendum fækkar. Þá koma fleiri betri út úr fnagelsum og byrja að greiða skatta. Hafðu það gott Örn og bkv. G

Guðmundur Ingi Þóroddsson, 4.5.2018 kl. 18:44

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Sæll Guðmundur.

Blessunarlega er ég laus við eigin reynslu af fangelsisvist ef frá er talinn einn sólarhringur á Hrauninu þegar ég var 15 ára gamall fyrir 40 árum síðan og tekinn í misgripum, en það leiðréttist allt saman. Ég fékk lambasteik í hádeiginu áður en ég tékkaði út og get ekki gefið því slæma einkunn. Er nokkuð virkur á Trip advisor en ekki boðið upp á að gefa þessum stað einkunn þar. Ég skal kanna hvort ég geti komið því við að koma Hrauninu á menuið þeirra - virkilega notalegur staður í mínum huga, en held að Hilton Hólmsheiði hafi fleiri stjörnur.

Góðar stundir.

Örn

Örn Gunnlaugsson, 4.5.2018 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 63
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 506
  • Frá upphafi: 116252

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband