Fagurgalarnir.

Annar fagurgali var mjög yfirlýsingaglaður fyrir nokkrum dögum síðan. Hann upplýsti fjölmiðla m.a. um að hafa náð lágmarksfjármögnun sem hann stefndi að. Allt voru það ónefndir fjárfestar sem áttu að hafa keypt skuldabréf í Evrum á 9% vöxtum. Innlendu bankarnir voru sagðir hafa hafnað þáttöku. Kannski eru þessir ónefndu fjárfestar ekki til í raunheimum og annar skellurinn og öllu verri ríður yfir áður en langt um líður ? Vonandi ekki samt, en......... einhverjar efasemdir læðast samt að manni.  


mbl.is Yfirlýsingagleði þrátt fyrir vandræðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vonandi verða það einungis þessi tvö gerviflugfélög sem falla í þessu gengdarlausa rugli í þetta sinn. Farið hefur fé betra og í raun ótrúlegt hve þessum kumpánum hefur verið hampað af fáfróðum og opinmynntum fréttasnápum gegnum tíðina. Félagarnir varla klætt sig eða fætt gegnum tíðina, nema fyrir annara manna fé. Sérhver er nú andskotans snilldin!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.10.2018 kl. 00:37

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Samkeppni er af hinu góða en hún má ekki þrífast á undirboðum en ljóst má vera að almenningur borgar slíkt alltaf að lokum. Þá stendur bara eftir hve mikið skúrkarnir hafa náð að koma undan áður en í þrot er komið. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir aðilar fá að komast upp með. Snilld þessarra manna felst eingöngu í að njóta fjárflæðisins meðan það varir en láta aðra taka skellinn þegar hann kemur. Það hlýtur hver maður að sjá að ekki er hægt að bjóða flug til London og aftur heim á 9.000 ISK að meðtöldum sköttum og gjöldum.Það er óneitanlega einhver 2007/2008 keimur í loftinu - vonandi er lyktarskynið eitthvað að blekkja mig. Ég sakna þess hins vegar að heyra ekkert frá fréttasnápum um hverjir þeir eru sem kenndir eru við kaup í skuldabréfaútgáfu annars flugfélags sem reyndar á ekkert.

Örn Gunnlaugsson, 2.10.2018 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 107
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 116296

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband