Sigla undir fölsku flaggi.

Þetta sýnir í hnotskurn hvernig stjórnendur félagsins sinna hinni samfélagslegu ábyrgð sinni. Áhafnir skipanna eru á launaskrá hjá hinu færeyska félagi og greiða skatta til færeyska ríkisins. Þessa skatta fær færeyska útgerðin hins vegar eindurgreidda að langmestu leyti og því skilar sér ekki króna til íslensks samfélags. Það virðist vera í tísku hjá stjórnendum stærri fyrirtækja í landinu að stunda stórfellda skattasniðgöngu og jafnvel skattsvik til þess eins að geta greitt dekurbossum í stjórnunarstöðum laun langt umfram það sem þeir vinna fyrir. Stórtækastir í skattsvikum fyrir opnum augum æðstu ráðamanna eru sjálfir embættismenn ríkisins og ríkisstarfsmenn með undanskotum á alls kyns sporslum. Á meðan sitja almennir launamenn ásamt litlum og meðalstórum fyrirtækjum uppi með að fjármagna rekstur samfélagsins svo hægt sé að veita öllum þjónustu - líka þeim sem ekkert leggja til þess en þeir fá ekki síðri þjónustu en hinir. Fjöldi embættismanna, ríkisstarfsmanna og alls kyns bótaþega vex eins og grasserandi illkynja krabbamein sem veldur því að hinn ört minnkandi hópur sem leggur eitthvað í púkkið er að sligast undan aumingjahjálpinni. Eimskip er alls ekkert í alþjóðlegri samkeppni hvað varðar áætlunarsiglingar farskipa til og frá landinu. Fyrirtækið deilir þessum markaði með Samskip sem er síst skárra að þessu leyti. Það er hreinlega ekki pláss fyrir aðra vegna aðstöðuleysis . Að tala um samkeppni á þessum markaði er hrein fásinna. Hvers vegna er þá ekki upplýsingafulltrúi Eimskips ódýr gulur skáeygður kínverji í stað dekurbossa á ofurlaunum ? Það myndi spara einhverjar krónur! 


mbl.is Eimskip sigla undir færeyskum fána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það verður mikið að gera hjá "Landráðadómstólnum" þegar hann kemst í gagnið og við stillum strengina "rétta" og róið verður úr öllum skúmskotum landsins á öllum trillum og fletum Það verða gleðidagar eins og voru í 1960 og þarumkring. Og Gleðileg Jól Örn!!

Eyjólfur Jónsson, 22.12.2018 kl. 20:25

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ekki veit ég það svo ofboðslega gjörla Eyjólfur, en hitt veit ég að öll eigum við rétt á að fá jöfn tækifæri og ekki síður að öll eigum við að vera jöfn fyrir lögunum. Svo getum við ákveðið að breyta lögunum en það kemur ekki í minn hlut.

Örn Gunnlaugsson, 22.12.2018 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband