Verkalýðsforistann var ekki kjörin á þing.

Verkalýðsforingjar vaða í villu og telja að ríkið eigi að koma að samningum sem það á enga aðild að. Forheimskan er svo mikil að vísa í tugþúsunda manna félagsaðild en létt skautað fram hjá þeirri staðreynd að mikill meirihluta þeirra hefur aldrei sótt um aðild og er aðeins talinn með vegna félagsgjalda sem launagreiðendur eru skikkaðir til að halda eftir. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér að vinnudeilum eða kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins en þessi fábjánagangur virðist vera orðin hefð. Hins vegar eiga stjórnvöld að sjá sóma sinn í því að hreinsa út stjórnir ríkisfyrirtækja og skipa nýjar fólki sem hefur dómgreind til að semja um laun forstjóranna á hóflegum nótum. Margir þeir sem þiggja þau ofurlaun sem undanfarið hafa verið í umræðunni trúa því í raun að þeir sjálfir séu alveg ómissandi. Þeir hinir sömu hefðu gott af því að heilsa upp á fólk af sama sauðahúsi sem nú hvílir í kirkjugörðum landsins algjörlega ómeðvitað um að við sem enn erum jarðlífsmegin tókst með einhverjum undraverðum hætti að halda áfram án þess að þeirra nyti við. Þarna kemur að þeim afskiptum sem stjórnvöld eiga að hafa en að öðru leyti ættu þau að láta fólk almennt í friði.


mbl.is Sakar Bryndísi um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er löng hefð að gerðar séu hliðarráðstafanir samhliða gerð kjarasamninga. Svo það þarf ekkert að velta því fyrir sér. En það er ekki skilt. Auðvitað eru þetta frjálsir samningar, það virðist vera þyngri tónn í þessu en oft undanfarið. Það eru líka þessar miklu kauphækkanir sem dunið hafa yfir til handa forustufólki, að fólk er komið með upp í kok.

Auðvitað stjórnar ríkistjórnin landinu eftir lögum þess. En það gæti verið að verkalýðurinn gripi til þess vopns sem hann hefur í nauðvörn og getur beitt. En þá er það líka á ábyrgð stjórnvalda að aðhafast ekkert sem gæti leyst deiluna.

Það sér hvur maður að hér eru stétta átök í gangi. Það er alla vega ekki stétt með stétt eins og sjálfstæðismenn segja á tillidögum. Það gæti verið snotur leikur að semja sig frá komandi verkföllum.

En hún er kotroskin þessi kona að upplýsa okkur sisvona hver stjórnar landinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.2.2019 kl. 18:55

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Kotroskin eða ekki, hún var bara að segja það sem rétt er. Ég hef ekki orðið var við að verkalýðsforystan hafi staðið sig vel í að semja fyrir umbjóðendur sína. Það væri líka ágætt að bera saman laun forystumanna verkalýðsfélaganna við það sem þeir semja um fyrir hinn almenna félagsmann. Stjórnvöld þurfa fyrst og fremst að einbeita sér af því að leggja af aumingjaframleiðslu og búa til hvata til að fólk sjái sér almennt hag í því að vinna án þess að meirihlutinn sé hirtur til framfæris fyrir þá sem ekkert vilja leggja af mörkum. Það verður ekki gert með sívaxandi álögum á þá sem nenna heldur með því að takmarka möguleika fólks á að koma sér hjá vinnu og þiggja þess í stað bætur. Verkalýðsfélögin og atvinnurekendur eiga síðan að semja um kaup og kjör sín á milli án aðkomu stjórnvalda. Ég bendi á að ólöglegt er að efna til verkfalla í því augnamiði að þrýsta á stjórnvöld í þessu sambandi en þetta hafa ónýt stjórnvöld látið yfir sig ganga. Það er hins vegar kostulegt að horfa upp á að á sama tíma og verkalýðshreyfingin gagnrýnir vinnuveitendur fyrir að greiða lág laun þá kýs hún að skipta við þrælakistur Austantjaldslandanna við upppbyggingu leiguíbúða. En í þessum þrælakistum eru mánaðarlaun jafnvel innan við fjórðungur af launum hér á landi þó aðeins sé um helmings munur á framfærslukostnaði.

Örn Gunnlaugsson, 17.2.2019 kl. 20:16

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er kjarnyrt og skorinort hjá þér Örn. Varðandi umbjóðandalausa hlutan í umræðunni, sem er þá ríkið, þá gætu fyrirtækin semsagt lagt fram kæru ef ríkið setur á þau kvaðir?

Sindri Karl Sigurðsson, 17.2.2019 kl. 23:50

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Fyrirtækin gætu það hugsanlega en verkalýðsforystan hefur hins vegar beitt hótunum sínum á þann veg að verði ekki gripið til almennra lagabreytinga eins og td. skattkerfisbreytinga þá verði verkfallsvopninu beitt. Verkfallsaðgerðir í slíkum tilgangi eru hins vegar kolólöglegar en stjórnmálamenn virðast vera almennt slíkar lyddur að þeir láta hafa sig að fíflum hvað þetta varðar, allt með þeim rökum að halda vinnufrið og stöðugleika. Þetta er skýrasta dæmið um það hvernig verkalýðsforystan beitir sér í þágu viðsemjenda sinna þ.e. atvinnurekenda. Þessir aðilar eiga bara að semja sín á milli án aðkomu stjórnvalda og samningar sem þessir eiga í raun ekkert heima inni á borði hjá apparati eins og Ríkissáttasemjara. Almennt er gengið frá hvers kyns samningum aðila á milli með aðkomu lögmanna telji samningsaðilar sig ekki valda verkefni sínu sjálfir og greiðir þá hver fyrir sig. Með tilliti til þeirra ofurlauna sem atvinnulífið hefur svigrúm til að greiða stjórnendum sínum hlýtur að vera svigrúm til hækkun lægstu launa um eitthvað meira en sem nemur 20.000 á mánuði án þess að grátinn sé út styrkur frá ríkinu. Ríkið er því ekki að leggja neinar kvaðir á fyrirtækin með íhlutun sinni heldur miklu frekar að styrkja þau og sá styrkur er greiddur óbeint úr ríkissjóði.

Örn Gunnlaugsson, 18.2.2019 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 115749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband