Veð í eigum annarra ?

Nokkuð víst er að eigandi vélarinnar mun þurfa að gera upp þau gjöld sem til eru komin vegna hennar en alls ekki vegna annarra véla sem WOW var með í rekstri. Ætlast Isavia kannski til þess að þessi aðili greiði líka skuldirnar sem Primera skildi eftir í ógreiddum lendingargjöldum? Ákveði Héraðsdómur að eigandi vélarinnar skuli greiða alla skuld WOW mun það setja Ísland í flokk með löndum þar sem einræðisherrar fara sínu fram án tillits til laga. Og þá verður eitthvað lítið um millilandaflug til og frá Íslandi þar sem eigendur og fjármögnunaraðilar flugvéla munu takmarka farsvið vélanna við þau svæði þar sem verðmæti þeirra eru örugg. Þeir sem stjórna Isavia virðast ekki þrátt fyrir að vera sprenglærðir á afturendann átta sig á að ekki er hægt að taka veð í nokkurri mynd nema eigendur veðandlagsins hafi eitthvað um það að segja. Undanþegin eru lögveð eins og fasteignagjöld vegna þeirra eigna sem á þær eru lagðar. Hafnargjöld skipa eru svipuð eðlis og á það væntanlega líka um flaugvallargjöld flugvéla. Það er nokkuð langsótt að taka veð í fasteign eins aðila vegna fasteignar nágrannans nema sá aðili hafi veitt heimild til slíks. Með réttu ætti að ganga í persónulegar eignir stjórnenda Isavia til að ná inn þessari skuld að svo miklu leyti sem eignir þeirra hrökkva til. Laun þeirra hafa víst eitthvað með gríðarlega ábyrgð þeirra í starfi að gera. Nú skulu menn rísa undir þeirri ábyrgð.


mbl.is Leita atbeina dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er ekki um að ræða veð heldur kyrrsetningu. Samkvæmt loftferðalögum getur slíkt reyndar aðeins átt við vegna gjalda af því loftfari sem er kyrrsett, en ekki öðrum.

Hins vegar þarf að rannsaka hvernig það gat gerst að opinber aðili veitti einkafyrirtæki milljarða króna fyrirgreiðslu til 12 mánaða, án nokkurrar lagaheimildar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2019 kl. 16:51

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er enginn efi í mínum huga að Isavia getur krafið eiganda þessarar flugvélar um uppgjör vegna þeirra skulda sem hún hefur safnað upp í formi gjalda á flugvellinum enda er væntanlega um að ræða kyrrsetningu í skjóli lögveða. Það er á sama hátt fjarstæðukennt að Isavia geti krafið eiganda þessarar flugvélar um uppsafnaðar skuldir véla í eigu annarra. Þetta er kyrrsetning, mikið rétt en hún hlýtur að grundvallast á lögveðum sem verða til ef ekki eru greidd gjöld. En svo er spurningin hvort tómlæti Isavia í að leyfa þessum skuldum að safnast upp svo lengi rýri ekki rétt þeirra.

Örn Gunnlaugsson, 20.4.2019 kl. 18:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei þetta er ekki lögveð heldur kyrrsetning samkvæmt heimild í lögum um loftferðir þar að lútandi.

Annars hefurðu alveg rétt fyrir þér um að kyrrsetningin tryggir aðeins gjöld af þessari tilteknu vél en ekki öðrum vélum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2019 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 115662

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband