220.000 km á rafgeyminum ?

Þá er spurning hvort raunhæft sé að ætla að keyra 220.000 km án þess að rafgeymunum sé skipt út en önnur könnun sem birtist fyrir ca ári síðan miðaði við 80 - 90.000 km og var það í samræmi við könnun á nýtingu rafhlöða í rafbílum þá. Þá er rangt að segja 4 - 4,5 sinnum minna en jarðefnaeldsneytisbílar. Það er ekki það sama og jarðefnaeldsneytisbílar noti fjórfalt á við rafbíla. Hvaða rafbíla er hægt að keyra 220.000 á sama rafgeymi ? 


mbl.is Rafbílar losa 75-80% minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hversemer

Hvaða rafbíla er hægt að keyra 220.000 á sama rafgeymi? spyrðu. Svarið er Tesla.

Samkvæmt mælingum á rafhlöðum í Teslum sem keyrðar hafa verið 160.000 mílur eða meira, um 260.000 km eða meira, þá er hleðslugetan komin niður í um 90%. Sérfræðingar segja að þær gætu enst miklu lengur miðað við mælingarnar, líklega yrði getan um 80% hleðsla eftir 500.000 mílur, sem eru um 800.000 kílómetrar. Ýmislegt annað en raghlaðan verður þá búið að gefa sig, geri ég ráð fyrir.

Hversemer, 3.7.2019 kl. 10:17

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það svarar spurningu minni. En þá væri rétt að taka það fram að um sé að ræða Tesla bílana því aðrir rafbílar eru langt frá þeim í nýtingu. Teslan er líka talsvert dýrari en hinir almennu rafbílar, er ekki svo?

Örn Gunnlaugsson, 3.7.2019 kl. 10:40

3 Smámynd: Hversemer

Það er rétt athugað hjá þér: Teslan er dýrari en almennir rafbílar og fyrirtækið er eflaust með ýmsan búnað í bílunum sem aðrir tíma ekki að nota eða hafa ekki aðgang að. Þetta sýnir þó hvað hægt er að gera og eflaust munu aðrir framleiðendur fara sömu leið tæknilega með tíð og tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá Nissan sem byggjast á mælingum á þeim 40.000 Nissan Leaf sem eru í akstri víða um heim þá hefur hleðslutap verið minna en reiknað var með í upphafi. Miðað við það tap sem orðið hefur megi gera ráð fyrir að rafhlöðurnar endist í 22 ár hið minnsta. 

Svo er það annað: rafhlöðurnar eru ekki ónýtar þó að hleðslugetan verði orðin of lítil til að knýja bíl. Þannig eru notaðar rafhlöður víða notaðar til að geyma rafmagn sem framleitt er með vindorku eða sólarsellum.

Hversemer, 3.7.2019 kl. 12:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra. cool

Þorsteinn Briem, 3.7.2019 kl. 17:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu. cool

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli. cool

Þorsteinn Briem, 3.7.2019 kl. 17:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi. cool

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn. cool

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 3.7.2019 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 98
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 116287

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 450
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband