Þá þarf að moka flórinn og ná upp í tjónið.

Niðurstaða sem öllum mátti vera ljós í upphafi, þú kyrrsetur ekki eigur einhvers fyrir skuldum annarra. Nú þarf að fara með stækkunarglerið á það bæði hjá Isavia og alla leið upp í ráðuneyti hverjir eru ábyrgir fyrir þessu klúðri. Að sjálfsögðu á að reka þá með skömm og hýrudraga þá. Þá ætti að stefna þeim og sækja til þeirra persónulega það tjón sem þeir hafa valdið skattgreiðendum með þessum fábjánagangi. Hafa verður í huga að fyrst var hinu tæknilega gjaldþrota WOW liðið að safna upp verulega óeðlilega háum skuldum sem skekkti samkeppni á þessum markaði. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvernig stjórnendur Isvia mega hegða sér. Einverjir reyna að blása út að fækkun ferðamanna sé að verulegu leyti vegna falls WOW en það mátti öllum vera ljóst að þeim hlaut að fækka ef enginn vildi greiða fyrir þá stærstan hluta fargjaldanna til og frá landinu eins og Isavia gerði um margra mánaða skeið með því að líða WOW veruleg vanskil langt umfram það sem eðlilegt gat talist og nú verður reikningurinn sendur til skattgreiðenda. ALC mun svo væntanlega gera kröfu á að fá tjón sitt vegna kyrrsetningarinnar bætt og ættu vanvitarnir hjá Isavia að bera það tjón sjálfir persónulega.  


mbl.is ALC leggur Isavia og fær þotuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þú kyrrsetur ekki eigur einhvers fyrir skuldum annarra" - Jú það er einmitt það sem var gert, og var heimilt, en bara fyrir skuldum af þessari einu flugvél, ekki öllum flugflota WOW. Svo borgaði ALC þá upphæð sem hvíldi á þessari flugvél og þá mátti ISAVIA ekki halda henni lengur í gíslingu, en gerði það samt. Þetta hafa dómstólar nú staðfest og leyst vélina úr haldi.

Annars er ég fullkomlega sammála þér um ábyrgð stjórnenda ISAVIA á þessu stórkostlega klúðri. Sem skattgreiðandi hef ég engan áhuga á að taka á mig það stórfellda tjón sem þeir hafa valdið fyrr en búið er að rukka fyrst hjá þeim sem bera ábyrgð á því, taka hverja einustu krónu, fasteignir, bíla og aðrar eigur þeirra, rétt eins og er komið fram við annað "vanskilafólk" úr röðum almúgans. Jafnframt ætti að ákæra þá fyrir skilasvik og umboðssvik og tryggja að þeir fái aldrei aftur að koma nálægt stjórnunarstörfum.

Eftir bankahrunið var talað um að draga þyrfti lærdóm af því. Þar á meðal að ekki hefði átt að leyfa bönkunum að halda áfram rekstri löngu eftir að þeir voru í raun komnir í þrot því það gerði ekkert annað en að auka vandann og varð hið óhjákvæmilega hrun þeirra því mun stærra en ella. Stjórnendur ISAVIA virðast hvorki hafa lært neitt af hruninu, né yfir höfuð.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2019 kl. 15:13

2 Smámynd: Már Elíson

Það er nokkuð ljóst að það þarf að fara í innri skoðun innviða ISAVIA og skoða í kjölinn hverslags vinnubrögð þetta eru hjá opinberu hlutafélagi (OHF), og þeim sem eru í sífellu að skapa skaðabótakröfur á hendur ríkinu. - Enda t.d. eitthvað gruggugt við skyndilegt brotthlaup klíkuskipaða fyrrum forstjóra/framkvæmdarstjóra tveggja OHF-félaga, Póstsins annarsvegar, og ISAVIA hinsvegar.

Már Elíson, 17.7.2019 kl. 15:57

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ég hefði kannski átt að orða þetta skýrar en þetta er sambærilegt og í skiparekstri. Hafnargjöld og tengd gjöld njóta forgangs í skjóli lögveða og tengjast flutningsfarinu sjálfu. Svipað með flugvélina, hún safnaði á sig gjöldum í Keflavík og er raunverulegur eigandi ábyrgur ef leigutaki gerir þau ekki upp. Hann er hins vegar ekki ábyrgur fyrir gjöldum annarra flugfara jafnvel þó hann eigi eignarhaldsfélög þeirra. Þetta ættu sprenglærðir snillingar Isavia að fara að átta sig á. Auðvitað hljóta þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri að bæta það persónulega sjálfir.

Örn Gunnlaugsson, 17.7.2019 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 115657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband