Persónuvernd - sóun á fjármunum.

Persónuvernd er gott dæmi um apparat þar sem fjöldi fólks er á launaskrá við að gera ekki neitt, amk. ekkert sem skiptir almenning máli. Annað apparat er til sem kallast Creditinfo og miðlar persónuupplýsingum til fjármálafyrirtækja. Fólk sem hefur farið í gegnum hremmingar fjárhagslega er stimplað til lífstíðar hjá Creditinfo og jafnvel þeir sem hafa snúið við blaðinu, farið í gegnum gjaldþrot og taka fullan þátt í samfélaginu síðan eru áfram skraáðir á svartan lista Creditinfo. Svo hart er gengið í í halda fólki úti í kuldanum að jafnvel þeir sem ná að kaupa fasteign er hafnað um lánafyrirgreiðslu hjá bönkunum jafnvel þó veðhlutfall er innan við fjórðungur af markaðsvirði fasteignar. Þetta kallast að níðast harkalega á fólki. Persónuvernd gerir ekkert til að stöðva þessar ofsóknir og sannar þar með að tilvera hennar snýst ekki um að vernda almenning heldur miklu frekar um að standa vörð um hagsmuni glæpaklíka eins og fjármálafyrirtækja og annarra af svipuðum meiði. Leggjum allt þetta óþarfa drasl niður og notum peningana í eitthvað gagnlegt. Starfsemi Creditinfo ætti að vera búið að banna fyrir löngu.


mbl.is „Þetta er alveg með ólíkindum — hvað er að?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Creditinfo býr ekki til svarta listann. Fyrirtækið sér bara um að miðla upplýsingum. Og sú starfsemi er mjög gagnleg.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 22:43

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Um það snýst málið, heimild til að miðla upplýsingum. Fyrirtæki sem miðla upplýsingum búa ekki til staðreyndirnar, þau miðla þeim bara og hömlur eru settar á sitthvað af því. Það virðast hins vegar engar hömlur settar á að miðla upplýsingum um fólk sem komist hefur í fjárhagserfiðleika en unnið í að koma sér á réttan kjöl. Fólk sem farið hefur í gegnum gjaldþrot og lokið fyrningartíma sem settur var tvö ár á ekki að vera lengur inn á svona listum þannig að glæpafjármálafyrirtæki geti sparkað í það til eiliífðarnóns. Það má vel vera að starfsemi Creditinfo sé gagnleg í einhverjum tilfellum. Staðreyndir er hins vegar sú að hægt er að koma fólki á umræddan lista vegna tilhæfulausra krafna. Persónuvernd er hins vegar apparat sem má missa sín sem og mörg onnur atvinnubótaapparöt á ríkisjötunni.

Örn Gunnlaugsson, 24.3.2020 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 115741

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband