Hinir ósnertanlegu.

Nú þegar allur almenningur þarf að taka á sig verulega kjararýrnun vegna ástandsins með launalækkun eða skertu starfshlutfalli og jafnvel atvinnumissi tróna áfram á toppinum hinir ósnertanlegu í sápukúlum ríkisstofnana. Ekki hafa stjórnvöld minnst einu orði á að þeir sem sitja í hásætum fílabeinsturnanna skuli taka þátt með almenningi og sæta launalækkunum og skertu starfshlutfalli. Það er nefnilega svo að þetta fólk telur sig ekki eiga að þurfa að taka þátt með almenningi í þeim búsifjum sem þjóðarbúið verður fyrir. Hins vegar eru þessir sömu aðilar snöggir í prósentureikninginn þegar launaskrið verður á almennum vinnumarkaði. Það vantar ekki spádómsgáfnasvipinn á spekingana í Seðlabankanum þegar þeir birtast á kynningarfundum með stirnandi töfrasprota sína og þykjast þess megnugir að spá að einhverri alvöru um framtíðina í þessu ástandi. Spár þessara spekinga eru í besta falli jafnáreiðanlegar og stjörnuspár Siggu Kling að ekki sé minnst á stjörnukort Gulla stjörnuspáspútníks. Sá sem fer fyrir Prúðuleikhúsinu við Kalkofnsveg nú taldi sig hafa ýmislegt fram að færa sem forstöðumaður greiningardeildar eins af viðskiptabönkunum fyrir efnahagshrunið 2008. Hollt væri að rifja það spádómsgáfnatal hans upp nú í ljósi þess sem raungerðist. Svo getur oft reynst vel að kynna sér hverra manna það fólk er sem "valist" hefur til þeirra embætta sem það sinnir. Þá er það oft æpandi að klíkan hefur vegið þyngra en hæfileikar sem ekki virðast skipta nokkru máli þegar kemur að því að verma bómullarfyllta hægindastóla mistilgangslítilla ríkisapparata.


mbl.is Hagvöxtur gæti orðið neikvæður um nær 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 122
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 565
  • Frá upphafi: 116311

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband