Veldur ekki verðbólgu, Kóvitar vs. Hjarðhúnar ?

Heildarverðmæti breytist ekki. Verðgildi peninga ræðst að miklu leyti af magni þeirra í umferð. Prentun peninga er væntanlega til þess fallin að auka magn þeirra í umferð, til skamms tíma eykur það kaupgleði en til lengri tíma þynnir það út verðgildi hverrar peningaeiningar, eða hvað ? Veldur slíkt ekki verðbólgu eða er búið að breyta hagfræðinni ? Með þessu fæst minna fyrir hverja peningaeiningu. Nú á tímum eru þeir sem gagnrýna yfirvöld úthrópaðir Kóvitar og er fjöldi þeirra mun minni en fjöldi Hjarðhúnanna sem elta rassinn hver á öðrum fram af bjargbrúninni strangtrúaðir á yfirvöld sem eru augljóslega að fálma sig áfram í myrkri og þoku.


mbl.is „Svigrúm til að prenta peninga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankinn er að gera þetta einmitt í þeim tilgangi að auka peningamagn í umferð til að viðhalda verðbólgunni í stað þess að leyfa henni að súnka niður í verðhjöðnun því þá myndu verðtryggðu lánin lækka og það er það síðasta sem þeir vilja sem halda um valdataumana.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2020 kl. 15:08

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

En yfirvöld hika ekki við að ljúga að almenningi fram í rauðan dauðann í öllu tilliti. Hrungeir Jónsson í Seðlabankanum sagði blákalt að seðlaprentunin myndi ekki valda verðbólgu. Fullyrðing hans er hrein og klár lygi en ef hann veit ekki betur þá er hann ekki í réttu starfi.

Örn Gunnlaugsson, 25.3.2020 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann veit alveg hvaða áhrif peningaprentun hefur á verðbólgu. Einmitt þess vegna er hún í bígerð. Til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og samsvarandi lækkun verðtryggðra lána.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2020 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 112
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 403
  • Frá upphafi: 116145

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband