Eiður eða Eiðr?

Hvort ætli Eiður eða Eiðr hafi verið á gröfunni við að hreinsa Eiðisgrandann? Til forna var talað um Eiðsgranda eins og sagt var maðr sem í nútímanum er stafsett maður. En vonandi hefur Eiður eða Eiðr ekki verið á strípaðri dagvinnu svona á frídegi! 


mbl.is Nota gröfu við hreinsistarf á Eiðsgranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjólastígurinn liggur meðfram götu sem heitir Eiðsgrandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2020 kl. 19:28

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þetta tæki á myndinni er kallað "vélskófla", en ekki grafa.!

Blaðamenn verða að vanda sig betur í skrifum sínum á íslendsku.!

Tryggvi Helgason, 21.9.2020 kl. 02:15

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Tryggvi, Traktorsgrafa er nafnið i daglegu tali, 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.9.2020 kl. 10:07

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, gatan heitir reyndar Eiðisgrandi eftir bænum Eiði sem stóð á mörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur hér áður. Þeir sem hafa haldið að nafn götunnar sé kennt við hinn frækna hjólagarpa Eið eða gröfumanninn Eið, já eða bara Eið Smára hafa sér þó nokkrar málsbætur og leið út úr að hafa ekki vitað betur en þá verða þeir að tala almennt það mál sem var þegar Eiði var beygt til forna  ..til Eiðs.. Er það ekki MAÐR ? Lambastaðabraut heitir gata Seltjarnarnesmegin eftir bænum Lambastöðum. Aldrei hef ég heyrt þá götu kallaða Lamsbraut eða Lamsstaðrbraut. Þetta er ekki ósvipað og með Zna, Sumir menn sem fæddir voru eftir að hún var aflögð telja það flott og setja hana alls staðar, líka þar sem hún hefur aldrei verið skrifuð meðan hún var og hét.

Örn Gunnlaugsson, 21.9.2020 kl. 13:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gatan heitir Eiðsgrandi samkvæmt borgarskipulagi og merkingum á götuskiltum.

https://mapio.net/images-p/14830024.jpg

Athugaðu að með því að benda á þessa staðreynd er ég ekki að taka afstöðu til þess hvort sá ritháttur sé réttur eða rangur.

Sem dæmi eru Seltirningar á öðru máli og hafa nefnt eina af sínum götum Eiðistorg, en hún liggur að Eiðsgranda í Reykjavík.

Persónulega finnst mér rökréttara að rita Eiðisgrandi eftir gamla bæjarnafninu, burtséð frá því hvað borgaryfirvöldum finnst.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2020 kl. 15:19

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Gatan hét réttilega Eiðisgrandi þegar ég var pjakkur og bjó á Nesinu. Síðan þá virðast einhverjir vitringar hafa komið í heiminn. Það er nú ekki alveg hægt að taka alvarlega hvað Borgaryfirvöld kalla göturnar sbr þegar Túnin fóru í kynskiptiaðgerð. Við getum þó öll verið ánægð með að Dagur sé borgarstjóri, hann stundar þá ekki lækningar á meðan.

Örn Gunnlaugsson, 21.9.2020 kl. 16:42

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um götuheiti, þá dettur mér í hug þegar nafni götu uppi á höfða var breytt í Svarthöfði. Fínn húmor þar. Skil ekki hvers vegna einhver af nýju götunum við útvarpshúsið fékk ekki nafnið Kennileiti. Þar fóru menn á mis við dauðafæri. Eins hefðu nýju göturnar á Landspítalasvæðinu mátt heita, Meltingarvegur, Botnlangi, Sköflungur o.s.frv. eftir hinum ýmsu líffærum, til að létta lundina. Svo væri það í samræmi við stefnu borgarayfirvalda á Laugaveginum og Skólavörðustíg að breyta nöfnun þeirra í Villigötu og Öngstræti. Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2020 kl. 13:42

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um skondin götunöfn. Hér er frétt úr Vestmannaeyjum: Kvartað undan hraðakstri á Reglubraut

Fréttin fjallar um kvörtun yfir því að einhver braut reglur á Reglubraut. Þessi skrifaði sig alveg sjálfur. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2020 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 116033

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband