Tímabundin störf.

Hvergi nokkurs staðar er eins mikið af rassapúðri notað til dekurs einnar starfsstéttar og hjá alþingismönnum. Þetta fólk fékk ráðningu til eins kjörtímabils en skammtar sér svo biðlaun upp á fjórföld lágmarkslaun eftir að ráðningarsamningi lýkur til allt að sex mánaða. Engu skiptir þótt þetta lið ákveði sjálft að hætta. Guðni Ágústton ákvað um árið að stinga af úr þingmennsku til Kanarí, Þórunn Sveinbjarnardóttir ákvað skyndilega að setjast á skólabekk þar sem gengi flokks hennar var dapurt. Bæði þáðu þau biðlaun en hvorugt virðist kunna að skammast sín. Síðarnefndi þingmaðurinn er nú að hreiðra um sig aftur í stöðu til að geta stungið aftur af á biðlaunum. Áður fyrr voru þeir hýrudregnir sem stungu af úr skipsrúmi og í engum tilfellum fengu menn borgað fyrir meira en skiluðu starfi. Á þingskútunni eru hins vegar ríkuleg verðlaun fyrir svona hegðun. En auðvitað eiga skattgreiðendur að vera umburðarlyndir og gjafmildir við bágstadda.


mbl.is Þingmenn eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband