Háskólamenntun til trafala ?

,,Ástæðan fyrir því að ekki fáist fólk til starfa þar sem ekki er krafist sérstakrar menntunar sé að fólk sé búið að afla sér háskólamenntunar,,. Hvers konar endemis della er þetta orðin ? Fjöldi fólks er á bótum þar sem það er svo snobbað að vilja ekki taka þá vinnu sem fæðir það og klæðir. En þetta sama fólk er ekki of snobbað til að betla upp úr vösum samborgara sinna. Margir ganga svo langt að segja að hin og þessi vinnan sé þeim ekki samboðin. Má þetta fólk þá ekki bara éta það sem úti frýs ? Ekki gleymdist mér það verklag að þrífa, skúra eða hvað annað sem sérstakrar menntunar er ekki þörf á þó ég hafi aflað mér talsvert víðtækrar menntunar. Fólki er auðvitað frjálst að taka þá vinnu sem því sýnist en hafni það vinnu sem er í boði á það að sjálfsögðu að falla af bótum um leið. Það getur þá bara séð um sig sjálft. Spurning hvort ekki sé rétt að breyta nafni Vinnumálastofnunar í Aumingjaframleiðslustofnun ríkisins.


mbl.is Tekst ekki að manna fjölda starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 116033

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband