Þvílíkt gáfnafar!

Það skyldi þó ekki vera hin séríslenska verðtrygging eigi þátt í því að hann tapaði eignum sínum. Ef einhver glóra væri í þessari verðtryggingu þá hefði hann þó átt hlutfallslega sinn eignahluta í íbúðunum þrátt fyrir verðbólgu. Lánveitandinn hefði þá átt að eiga sinn eignahluta ógreiddan hlutfallslega m.v. virði íbúðanna.  En þannig virkar verðtryggingin ekki - hún tryggir að bankinn étur ALLT að lokum. Ekki við krónuna að sakast heldur óstjórn stjórnmálamanna með gáfnafar á við þennan. Verðbólgan/verðtryggingin étur ekkert upp - hún færir eignir úr einum vasa í annan.
mbl.is Verðbólga át upp höfuðstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Þetta er verðtrygging, en ekki fasteignamatsverðstrygging. Þannig að þegar peningamagn er aukið hækka fasteignir, verðbólga er svo falin með vöxtum, bara frestað ekki lækknuð. En samt gaman að hann hafi ekki tapað neinu frá 1990-2004 á meðan Dabbi vondi var forsætisráðherra. Alveg sammála þér, óstjórn í efnahagsmálum er orsök verðbólgu.

Hjalti Sigurðarson, 15.9.2011 kl. 02:31

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Ef við værum ekki með verðtryggingu samhliða jafn sveiflukenndum gjaldmiðli og Íslenska krónan er þá værum við með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum því engir fagfjárfestar væru tilbúnir til að lána fé til langs tíma í óverðtryggðum lánum með föstum vöxtum.

Þar með færu vextir upp úr öllu valdi þegar verðbólgan færi á skrið og færi greiðslubirði lánanna þá langt upp fyrir greiðslugetu heimilanna. Þar með þyrftu þau að taka lán til að geta staðið í skilum. Það væri allti í lagi ef laun og húsnæðsverð fylgdi verðbólgunni en ef það gerir það ekki þá leiddi þetta alveg eins til þess að eigið fé fólks rýrnaði eins og í tilfelli verðtryggðu lánanna þar sem verðbólgan leggst sjálfkrafa við höfuðstólinn. Við þessar aðsætður væru heimili landsisn í síst betri stöðu við verðbólguskot heldur en í umhverfi verðtryggingarinnar.

Það er því ekki verðtryggingin sem er vandamálið heldur sveiflukenndur gjaldbiðill eins og Guðbjartur er hér að segja.

Sigurður M Grétarsson, 15.9.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband