5.11.2020 | 10:43
Upprættu svindlið!
Væri ekki nær að eyða kröftunum í að uppræta svindlið? Það tók tíu ár að uppræta mútugreiðslur til ríkisstarfsmanna í gegnum punktasöfnun vegna flugmiðakaupa. Í áratugi hafa þessir aðilar ásamt flugliðum verið í skjóli þessara embætta við að svíkja undan tekjuskatti þann hluta ferðadagpeninga sem ekki eru sannanlega nýttir til greiðslu ferðakostnaðar á vegum vinnuveitenda í ferðum utan venjulegs vinnustaðar eins og lög og reglur kveða á um. Í áratugi virðist ekki einn einasti stjórnandi hafa ratað inn í þessar stofnanir með sæmilega innréttaða réttlætiskennd og heiðarleika og samviskan er því ekki að naga þetta fólk meðan það ber sér á brjóst við að pönkast í öðrum skattsvikurum. Ríkisendurskoðanda sem var Ríkisskattstjóri í fyrra embætti dettur ekki heldur í hug að hefja frumkæðisrannsókn á skattskilum þess hóps sem hann hefur tilheyrt sjálfur í áraraðir. Ráðherrar og þmt sá sem fer með málefni skattamála nýtur einnig þessara undanskota og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur enginn fjármálaráðherra síðustu áratugi ár séð ástæðu til að hreyfa við þessu.
![]() |
Vill sameina skattrannsóknarstjóra og Skattinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2020 | 09:30
En Hrungeir sagði......
Hrungeir á Svörtuloftum fullyrti samt að gengisveiking krónunnar myndi ekki valda nokkurri verðbólgu innanlands. Hvernig sprenglærður hagfræðingurinn gat fengið slíka niðurstöðu er alveg á huldu. Þá sagði enginn neitt og allir virtust kaupa þessar fullyrðingar hans, kannski bara af því að hann er seðlabankastjóri. Það er nokkuð ljóst að gengislækkun upp á tuttugu prósent hækkar kostnaðarverð innflutnings sem því nemur í þeim gjaldmiðli sem veikst hefur gagnvart öðrum.
![]() |
Fólk er að verða fyrir alvarlegu tekjufalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar