6.5.2024 | 16:20
Verðfellt glingur.
Fjölmargir orðuhafar hafa fengið þetta glingur fyrir það eitt að mæta í vinnuna og jafnvel ekkert allt of vel. Dæmi eru um að sumir hafi fengið orðuna fyrir að pönkast á skattgreiðendum og misnota styrki frá ríkinu td. í Covid til að halda fólki á launum en samt haft það í blússandi verkefnum til eigin tekjuöflunar á sama tíma. Ef um væri að ræða einhverja alvöru orðu væri hún eingöngu veitt fyrir alvöru afrek eins og td. lífsbjörg.
![]() |
Kippur í skilum fólks á fálkaorðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2024 | 16:07
Hugmyndaflug á heimsmælikvarða!
Það verður nú að taka viljann fyrir verkið hjá þessum snillingum sem stjórna Isavia. Ef þessi dómur hefði fallið Isavia í vil þá hefðu kröfuhafar vegna skulda í fasteignum getað stefnt nágrönnum skuldarans til greiðslu og gert lögtak í húsum þeirra bara fyrir þær einu sakir að búa í sömu götu og skuldarinn. Hjá Isavia er ekki ein báran stök. Allt sem kemur að þjónustu er rukkað fyrir upp fyrir rjáfur. Á Keflavíkurflugvelli er gjaldtaka fyrir bílastæði með þeim hætti að sé ferðast fyrir nokkra daga til útlanda þá borgar sig frekar að taka leigubíl af höfuðborgarsvæðinu en að geyma bílinn úti á velli. Svo hressilega er rukkað fyrir aðstöðu á vellinum að það er aðeins fyrir efnafólk að kaupa þar eitthvað að bíta og brenna. Reyndar er fóðrið á vellinum sem stendur til boða svo dapurt að flokka verður það með andafóðri í brauðformi. Ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að bjóða þar upp á mat eins og td á Kastrup, Heathrow eða Gatwick. Klúðrararnir sem stjórna Isavia sitja sem fastast þrátt fyrir að valda félaginu sem er í eigu ríkisins stórtjóni. Mörgum er nú sparkað fyrir minna í einkageiranum. En þessi málarekstur sýnir að hugmyndaflugið er frjótt hjá snillunum, Sky is the limit!
![]() |
Isavia hlaut ekki meðbyr í Hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 129451
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 226
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar