29.6.2025 | 09:36
Dýraníðingar.
Væri ekki nær að banna dýranóðingum að skemmta sér við að kvelja fiskinn? Ekki þyrir það nú stórmannlegt að skemmta sér við að krækja í bráð sína til að láta hana engjast á hinum enda línunnar meðan hún er dreginn að landi. Svo losa þessir dýraníðingar fiskinn af agnhaldsbúnum krækjum sínum og henda honum aftur í ána og enginn er til vitnis um hvernig honum reiðir af. Brottkast úti á hafi er refsivert og sama ætti að gilda um veiðar í ám og vötnum. Tímabært er að þett lið sem hefur ekkert annað að gera en að hegða sér svona villimannslega láti afskiptalaust þá sem nýtt hafa hlunnindi sín til matar og veiða með mun mannúðlegri aðferðum en prikum með krækjum á endanum. Það má líka spyrja sig að því hvort fiskur sem búið er að kvelja með prikkrókum hafi bara ekki vit á að snú alls ekki til baka í vegferð sinni til að komast hjá pyndingunum. Alveg væri það upplagt að fyrirtæki í landeldi á laxi seldu þessum prikveiðimönnum aðgang að kerjunum þar sem þeir gætu fengið að veiða að vild þar sem allt þar er drepið hvort eð er. Látið þið nú allir Jóakimar hlunnindabændur bara í friði og haldið áfram að telja aurana ykkar sem ekki hefur alltaf verið aflað með fallegum hætti.
![]() |
„Hafró og Fiskistofa hysji upp um sig“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2025 | 23:29
Í Sovét forðum........og síðar í Rússlandi.......
var þetta ekki flókið, bara ein ríkistegund.........og hún yfirleitt ekki til. Þetta virðist vera svipað þarna.
![]() |
Fríhöfnin eins og „sovésk verslun“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2025 | 17:50
Vantar upp á lesskilninginn ?
Langt er síðan ljóst var að núverandi Seðlabankastjóri þarf textavél en svo virðist sem eitthvað vanti upp á lesskilninginn hjá honum líka. Það er skýrt kveðið á um í tvennum lögum sem eru í fullu gildi að seðlar og mynt gefin út af Seðlabanka Íslands skulu tekin á fullu ákvæðisvirði í viðskiptum hér á landi. Um er að ræða lög um Seðlabanka Íslands og lög um gjaldmiðil Íslands. Einu takmarkanirnar eru að seljendum er ekki skylt að taka við hærri upphæð í sleginni mynt en 500 krónum í hverjum viðskiptum. Það vantar hins vegar talsvert upp á að embættismenn í landinu sem eru á launum hjá skattgreiðendum vinni fyrir kaupinu sínu og framfylgi gildandi lögum.
![]() |
Gæti orðið skylda að taka við reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2025 | 09:51
Fínu heitin.
Fínt heiti hefur þróast á það sem raunverulega er ólöglegir innflytjendur og er nú af góða fólkinu kallað umsækjandur um alþjóðlega vernd. Svona breytist tungumálið. Lífskúnstnerinn sem nú er talað um kallaðist róni fyrir margt löngu. En hvað sem því líður þá líður ekki sá dagur að upp koma mál þar sem embættismenn okkar henda fjármunum skattgreiðenda hreinlega út um gluggann. Í þessu tilviki er verið að sóa peningum í leigu á húsnæði undir fólk sem kemur til landsins án þess að hafa tilskilin leyfi til þess og embættismönnunum sem höndla með þetta er skítsama. Endalaust má slíta fjármuni af peningatrénu sem eru skattgreiðendur að mati embættismannahyskisins sem aldrei hefur kynnst öðru an atvinnubótavinnu. Fjárhirði í sveitinni sem hegðaði sér svona hefði aldrei verið treyst fyrir hjörðinni og yrði rekinn en aldrei hjá ríkinu.
![]() |
Skattpeningar renna í tóm hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 131326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 115
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar