Færsluflokkur: Fjármál
9.2.2014 | 16:00
Almennur kostnaður við reksturinn
Þessi gjöld eru hreinn og klár þjófnaður. Þetta er hluti reksturskostnaðar sem útgefandi reiknings á að taka af sínum tekjum. Þetta má ekki leggja á nema slíkt sé fyrirfram samþykkt af greiðanda. Ef þú gengur inn í verslun áttu þá að greiða sérstaklega fyrir þann kostnað sem skapast við þrif vegna þess að þú gekkst þar um? þeir sem kaupa eitthvað greiða fyrir það inni í vöruverðinu. Hvað með hina sem eingöngu skoða en kaupa ekkert? Ef þú kaupir súkkulaðistykki á 200 krónur úti í búð myndir þú þá sætta þig við að greiða umbúðagjald til viðbótar td. 50 krónur? Jafnvel þó það hafi alltaf legið fyrir að þú gætir ekki keypt það án umbúðanna? Fólk á bara að greiða fyrir þau viðskipti sem það hefur samþykkt. Það er lögboðin skylda seljanda að gefa út reikning og ekki heimilt að rukka sérstaklega fyrir það. Sætti seljandi sig ekki við beina millifærslu upphæðar sem er greiðanda að kostnaðarlausu þá hlýtur hann að verða að bera þann kostnað sjálfur sem hlýst af þeim greiðslumáta sem hann hefur áskilið við viðskiptin.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar