19.10.2018 | 15:44
Er Páll Winkel ekki réttu megin rimlanna?
Lágmark að útseld vinna sé í samræmi við það sem gengur á almennum vinnumarkaði og nægi þá til að greiða laun eins og þau gerast og öll launatengd gjöld sem og það sem kostar að hafa fólk í vinnu. Fangelsismálastofnun getur svo haldið eftir fyrir húsnæðis, fæðis og gæslukostnaði og fanginn fengi þá mismuninn. En þetta er eins og annað, löggjafinn og þeir sem fylgja eiga lögum og fullnustu eftir fara fremstir í flokki við að sniðganga lögin og brjóta niður íslenskt samfélag. Ekki að undra að lýðurinn telji sig þurfa að fara að lögum. Páll er greinilega ekki réttu megin rimlanna.
![]() |
Fangar með 400 krónur á tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2018 | 08:58
Dagur er framkvæmdastjórinn
Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar. Hann ber því ábyrgð á því sem miður fer á sama hátt og framkvæmdastjóri hlutafélaga og skiptir þá engu heilsufar viðkomandi. Hafi menn ekki heilsu til að sinna starfi framkvæmdastjára þá eiga menn að stíga til hliðar. Framkvæmdastjóri hlutafélags getur ekki borið fyrir sig að heilsuleysi hafi leitt af sér að hann hafi ekki haft yfirsýn yfir reksturinn. Hann er sá aðili sem er ábyrgur burtséð frá því hvaða sakir undirtyllur hans viðurkenna á sig.
![]() |
Alveg á hreinu að Dagur vissi ekkert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. október 2018
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar