8.11.2018 | 09:33
Háð fyrirflækingunum ?
Það er ávallt orðað þannig í fréttaflutningi "ef kaupin ganga eftir" , eða "ef af verður". Það verður að teljast nokkuð líklegt að hluthafafundur Icelandair samþykki yfirtöku á WOW. Þá stendur eftir ákvörðun fyrirflækinganna hjá Samkeppniseftirlitinu. Maður veltir því fyrir sér hver tilgangurinn er með því að tefja málið þar við að skrifa álit og skýrslur sem munu í raun ekki breyta neinu um niðurstöðuna. Það er aðeins sóun á skattfé. Það eru tvær leiðir í boði en gefa sömu niðurstöðu. Önnur leiðin er að Icelandair yfirtaki WOW eins og lýst hefur verið að samið hefur verið um eða að fyrrnefndir fyrirflækingar í Borgartúninu dragi lappirnar þar til WOW blæðir út og fer í þrot. Báðar leiðir gefa sömu niðurstöðu, þ.e. að einn innlendur aðili verður ráðandi á þessum markaði. Það breytir því samt ekki að fjöldi erlendra félaga flýgur til og frá Íslandi þó hlutdeild þeirra sé lítil en hún eykst kannski við þessar breytingar, hver veit?
![]() |
Skuldirnar þyngja róðurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. nóvember 2018
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 129912
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar