13.9.2018 | 07:57
Arion lætur Frjálsa redda þessu.
Stuttbuxnastrákarnir (og stelpurnar) í Arion banka sem véla með lífeyri þeirra sem geyma hann í Frjálsa redda þessu að sjálfsögðu. Þetta fólk hefur sýnt og sannað ofursnilli sína en sjóðurinn hefur til margra ára skilað talsvert lakari ávöxtun en verið hefði ef sjóðsfélagar hefðu geymt fé sitt á bankareikningi. Helguvíkurdæmið er líka gott dæmi um snilli þessa fólks sem er yfir sig lært á afturendann. Nú er tækifæri til að hreinsa út úr Frjálsa fyrir fullt og allt. Hinir svokölluðu miðlarar fá alltaf sitt hvort eð er og greitt strax þar að auki. Halda skal til haga að launamenn eru skikkaðir með lögum til að setja 15,5% af því sem þeir afla í þessa glæpastarfsemi sem lífeyrissjóðirnir eru. Því er ekki síðra að nota það í að greiða niður flugfargjöld almennings en að setja það í vasa landflótta krimma.
![]() |
Ólíklegt að bankarnir komi að WOW |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. september 2018
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar