21.10.2019 | 21:08
31% en ekki 25%.
Lögmannsstofan tekur 31% frá því vsk bætist ofan á 25%. Óheyrilegt okur en í samræmi við það sem lögmenn rukka yfirleytt, gjörsamlega á skjön við það sem almenningur þarf að sætta sig við. Flugfélagið þarf hins vegar að temja sér góða siði og taka reiðufé í íslenskum krónum eins og lög kveða á um.
![]() |
Vilja að farþegar en ekki lögmenn fái bæturnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2019 | 16:18
Einbeittur brotavilji.
Þetta fyrirtæki hefur sýnt að það telji sig ekki þurfa að fara að landslögum. Það neitar ma. að taka við greiðslu í lögeyri landsins sem er íslenskir seðlar og mynt gefin út af Seðlabanka Íslands. Öll embættismannaelítan og aragrúi eftirlitsstofnanna heldur sig til hlés allt upptekið af svefninum langa þannig að fyrirtækið heldur brotastarfseminni áfram óáreitt. Ekkert stjórnvald ætlar sér að gera neitt í þessu sennilega af hættu við að reyna of mikið á sig. Það er ávallt einhver einstaklingur sem þarf upp á eigin spýtur að vinna þá vinnu sem þjónar almennings eiga með réttu að vinna. Hitt er svo annað mál að auðvitað þurfa að vera verkefni fyrir alla þá innheimtulögmenn sem framleiddir eru í háskólum landsins en þar er um verulega umframframleiðslu að ræða.
![]() |
Segir viðskiptahætti Air Iceland Connect ömurlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2019 | 12:30
Fyrsti vísir að tengingu.
Gekk einhver á hurð? Þetta er fyrsti vísir að því að tenging sé að myndast á milli þessa fólks og fólksins sem býr í raunveruleikasamfélaginu. En bíðum með að fagna þar til merki fara að sjást um að fýsilegt verði á nýjan leik að standa í atvinnurekstri í landinu. Litlar líkur eru hins vegar á að hlutirnir muni almennt breytast til batnaðar. Æskudýrkunin virðist vera orðin slík að nú koma krakkar beint úr lögfræðinámi í ráðherrann án þess að hafa nokkurn tímann tengst atvinnulífinu í landinu. Nýju ráðherraskrifborðin eru væntanlega með bleijuskáp og snudduskúffu. Það gleymist oft að reynsla er aldrei ofmetin og bókvitið kemur aldrei í hennar stað.
![]() |
Mörg hundruð hindranir í iðnaði og ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2019 | 12:20
Marklaust grín.
Fyrirmyndar hvað? Þetta er algjörlega marklaust en svo sem í lagi að leyfa þessum aðilum að leika sér með eitthvað svona saklaust. Verra er að engar hindranir eru í vegi fyrir því að miðla "vanskilakröfum" til þessa apparats og skiptir þá engu hvort krafan sé réttmæt eða ekki, það er hvort eitthvað réttmætt standi á bak við hana. Meintur skuldari hefur engin tök á að bera hönd fyrir höfuð sér hafi hann td. ekki undirgengist þau viðskipti sem krafan byggir á.
![]() |
Aðeins 70 á lista Creditinfo frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. október 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 129889
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar