10.11.2019 | 19:02
Spjátrungur í afneitun.
Ef menn gefa sér nægilega fáranlegar forsendur er alltaf hægt að komast að hagfelldri niðurstöðu. Sannleikurinn er sá að þessi spilaborg olli stórtjóni og hefði reksturinn betur verið stöðvaður miklu fyrr. Isavia er enn í afneitun og telur eðlilegt að hægt sé að krefja óskylda aðila um greiðslu á skuldum annarra. Þeir ganga svo langt að stefna ríkinu fyrir ranga niðurstöðu dómstóla. Nú eru nýjir Playboys komnir í startholurnar og ætla að endurtaka leikinn sem glaumgosinn Skúli stóð fyrir með WOW. Halda skal því til hafa að það vantaði 14.000 krónur upp á hvern seldan flugmiða hjá WOW frá upphafi til að ná upp í lýstar kröfur í búið. Það er ekki nóg að flytja hingað bakpokalýð nánast frítt og drepa þannig niður samkeppnisaðilana, það þarf að horfa á heildarmyndina af einhverju raunsæi. Það fljúga líka erlend flugfélög til og frá landinu, eftirspurnin hefur minnkað þannig að þeir aðilar hafa jafnvel séð sig knúna til að draga úr framboði.
![]() |
Hagkvæmara fyrir ríkið að bjarga WOW air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. nóvember 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 129889
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar