12.11.2019 | 21:20
Skreið til Nígeríu.
Fyrir mörgum áratugum seldu Íslendingar skreið til Nígeríu. Þau viðskipti gengu ekki öðru vísi en með þeim viðskiptaháttum sem gerðust þar. Þetta eru viðskiptahættir sem viðgangast í Afríku og ef þú ert ekki tilbúinn til að samþykkja þá ertu bara hreinlega ekki með. Ef þu ert ekki tilbúinn til að greiða kröfugjald hjá Símanum, Rafmagnsveitunni ofl (sem er gjald fyrir að fá að borga reikninginn) þá ertu bara ekki með. Er þetta þá eitthvað öðruvísi hjá okkur hér á okkar óspillta og heiðarlega Íslandi?
![]() |
Bendla Samherja við spillingu og mútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2019 | 21:10
Búið að vera svona í 20 ár.
Þrælasala á Íslandi er búin að viðgangast frá því framkvæmdir við Kárahnúkavirkjun hófust. Þetta hefur frekar versnað ef eitthvað er. Verkalýðsfélögin steinhalda kjafti meðan félagsgjöldin skila sér. Þingmenn og embættismenn og allir opinberir starfsmenn sem fá laun fyrir að koma í veg fyrir svona viðbjóð sofa fastar en Þyrnirós gerði nokkurn tímann. Ásmundur Einar og aðrir æluperrar bulla endalaust staðráðnir í að auka á viðbjóðinn.
![]() |
Húsnæði notað sem kúgunartæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2019 | 09:26
Hver er þeirra áhætta ?
Fréttir af hinu ímyndaða Play-Blond hafa verið fyrirferðarmiklar. Hvergi hef ég séð neitt koma fram um hve mikla áhættu forsvarsmenn og stofnendurnir taka, þ.e. hve mikið fé leggja þeir til sjálfir ? Ég hef grun um að þetta sé í takt við hið ný-íslenska viðskiptamódel sem er að glaumgosar með fullfrjótt ímyndunarafl ljúgi sig inn á misvel gefna stjórnendur lífeyrissjóða og annara sem fara með fé sem þeir eiga ekki sjálfir. Er ekki eitthvað eftir sem þarf að losa úr Frjálsa lífeyrissjóðnum til að fá tómahljóð í kassann ? Þar eru nú eintómir snillingar á ferðinni. Hvernig væri að einhver blaðamaður leitaði nú upplýsinga um hvað hver og einn af stofnendunum leggur mikið til og hverjar persónulegar ábyrgðir þeirra séu. Leggja þeir td. allar sínar eigur að veði á sama hátt og oft er þegar einyrkinn sem vinnur með höndunum víkkar starfsemi sína út?
![]() |
Play borist 2.500 starfsumsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 12. nóvember 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 129889
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar