Dauðaskatturinn.

Þessi skattur er í raun hrein og klár eignaupptaka amk. þegar um fyrstu erfð er að ræða. Það er margbúið að greiða skatt af þessum peningum og hér er enn eitt dæmið um hvernig þeim (eða eftirlifendum þeirra) sem sýna ráðdeild er refsað. Þeim sem sólunda öllu er hampað og er frekar bætt í en hitt. Þegar unnið er fyrir peningunum hirðir ríkið ca 60% af því sem umfram skattleysismörk er (20% launagreiðendamegin og 40% launamannsmegin). Það sem greitt er í lífeyrissjóð er í raun skattur þar sem við úttöku hans kemur hann til lækkunar ellilífeyris frá TR. Af líkinu hirðið ríkið svo 10% af þeim 40% sem eftir er hafi það verið lagt til hliðar. Svo er hirtur 24% í vsk þegar erfinginn notar peningana. Þá eru eftir ca 20% sem ríkið hefur ekki náð að plokka af. Svo er til fólk sem telur eðlilegt að bæta um betur, hækka dauðaskattinn verulega og setja á svokallaðan auðlegðarskatt sem er ekkert annað en þjófnaður. Þegar börn erfa foreldra sína er algjörlega út í hött að skattleggja dauðann með þessum hætti. Hvers vegna á að skattleggja það sem barnið fær frá foreldrum sínum að þeim látnum en akki meðan þeir eru á lífi ? Það má kannski færa rök fyrir skattlagningu þegar komið er að þriðju erfð eða aftar. Ekki undarlegt að fólk líti skattaparadísir hýru auga, og hinir sem öllu sólunda jafnóðum öfundarauga.


mbl.is 47 milljarðar í arf í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2019

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 341
  • Frá upphafi: 116345

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband