Hræðilegt, já að ekki var hætt fyrr.

Hræðilegast er að þessi glaumgosi hafi ekki verið stöðvaður löngu fyrr. Nú þurfa landsmenn allir, líka þeir sem aldrei flugu með WOW að borga brúsann. Opinberir aðilar fóru í broddi fylkingar fyrir því að viðhalda hinum ósjálfbæra rekstri og auka enn frekar á tjónið. Þó WOW hverfi af markaði þá fer ekki allt á hliðina á Íslandi. Fjöldi annarra flugfélaga flýgur til og frá landinu og hefur verið hægt að fá flugmiða á lágu verði hjá þeim en samt raunhæfu og verður svo ábyggilega áfram. Fullyrðingar um að allt að 3.000 manns missi vinnuna vegna gjaldþrots WOW er tóm þvæla í besta falli. Sé rekstur WOW skoðaður í þessu ljósi þá er það  sambærilegt við atvinnubótavinnu í Sovét á árum áður - allt í bullandi tapi. Samfélagið er að kosta menntun heilbrigðisstarfsfólks með ærnum tilkostnaði en í stað þess að samfélagið fái þetta fólk til starfa inn á heilbrigðisstofnanirnar þá gerist það gengilbeinur í háloftunum. Sumir segja að launin séu svo léleg á spítölunum, en eigum við ekki að hafa samanburðinn sanngjarnann ? Flugliði fær störan hluta launanna greiddan í formi dagpeninga sem ekki er greiddur tekjuskattur af, hjúkrunarfræðingurinn kemst hins vegar ekki upp með slík skattalagabrot, hann þarf að greiða skatt af öllum sínum launum. Hvaða kjör myndir þú kjósa ?


mbl.is „Hræðilegar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töpuð lendingagjöld.

Ein vél á vellinum sem veðandlag við Isavia!! Hringir engum bjöllum hjá hinum sprenglærðu sérfræðingum?  Væntanlega stenst það engan veginn að ganga í vél óskyldra eignarhaldsfélaga vegna uppgjörs lendingagjalda annarra í skjóli þess að þessi eina vél sé á vellinum til tryggingar. Í útgerð sem þessari stendur yfirleitt eitt eignarhaldsfélag fyrir hverju flutningatæki, sem í þessu tilfelli er flugvél. Leigutaki getur því ekki lagt fram veðandlag eins félags fyrir skuldum annarra, nema viðsemjandinn láti plata sig. Slíkt mun hins vegar ekki halda þegar reynir á. WOW átti engar vélar og því er skuldin við Isavia að mestu leyti glötuð. Fá forsvarsmenn Isavia núna feitan bónus eða munu hausar fjúka - og kannski greiða þeir tjónið persónulega ??? Laun og þóknanir þeirra skýrast víst af þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þeir bera, við skulum vona að þeir bæti tjónið að því marki sem þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til.


mbl.is Leigusalarnir stöðvuðu starfsemi WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2019

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband