Á félagið möguleika ?

Telja einhverjir möguleika á því að þetta fyrirtæki lifi af í núverandi aðstæðum? Rekstur þess er undir járnhæl stéttarfélaga flugliða sem virðast róa öllum árum að því að veita því náðarhöggið. Landslagið er svolítið breytt frá því félagið var það eina sem flaug til og frá landinu. Stjórnendum félagsins hefur verið legið á hálsi fyrir að okra á farþegum sínum. Sé grannt skoðað þá hljóta fargjöld hjá félaginu að þurfa að vera talsvert hærri en hjá samkeppnisaðilum þess sem fljúga til og frá landinu á erlendum flugrekstrarleyfum. Himinn og haf er milli launakostnaðar þessa félags og erlendra samkeppnisaðila þess. Þar að auki hafa stjórnendur fyrirtækisins ekki leyfi til að svo mikið sem leysa vind öðru vísi en að biðja stéttarfélög starfsmanna í háloftunum um leyfi þó þeir sjálfir séu staddir á jörðu niðri. Þeir sem gagnrýna fyrirtækið fyrir okur ættu kannski frekar að beina spjótum sínum að stéttarfélögum flugliða, eða hlaupa til og kaupa hlutabréf í fyrirtækinu en þau eru nú á sögulega lágu verði þó ekki sé eins víst að það fari hækkandi í bráð.


mbl.is Gengi hlutabréfa Icelandair í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rústa eigin starfsstétt.

Flugliðar í stéttarfélögum sem starfa hjá félaginu vinna ötullega að því að gera sig atvinnulausa og þurka út flugrekstur á íslenskum flugrekstrarleyfum með yfirgangi sem vinnuveitandinn lætur enn yfir sig ganga. Bara launakostnaður þessara stétta hér á landi einn og sér er núþegar jafnvel margfaldur á við þau félög sem fljúga til Íslands á erlendum flugrekstrarleyfum. Þá hefur viðsemjandi þessara aðila látið kúga sig til að þurfa að biðja þessi stéttarfélög um leyfi fyrir ýmsu sem snýr beint að rekstri fyrirtækisins en kemur þessum stéttarfélögum ekkert við eins og td. að leigja inn vélar erlendis frá með áhöfnum. Þrátt fyrir að þessar stéttir fái óátalið að svikja stóran hluta launa sinna undan tekjuskatti þar sem hann er greiddur í formi tilhæfulausra ferðadagpeninga þá dugir það ekki til að jafna þann mun sem er á launum þessara aðila hér og starfssystkina þeirra erlendis. Það er til nákvæm uppskrift að því sem þessir flugliðar eru að matreiða hér en kaupskipaflota Íslendinga var útrýmt fyrir nokkrum áratugum vegna óbilgirnis stéttarfélaganna og tómlætis stjórnvalda. Fyrir aldarfjórðungi voru skráð kaupskip á Íslandi á mill 70 og 80 en nú er EKKERT orðið eftir. Það litla sem eftir varð af þeim stéttum sem höfðu lífsviðurværi af þessari atvinnugrein hrökklaðist til starfa hjá erlendum félögum oftar en ekki á lægri laun en voru hér heima. Í ÖLLUM tilvikum skilar sér ekki ein einast króna frá þessum aðilum í formi skatta til íslensks samfélags þó þeir nýti sér þjónustu þess. Þeir sem starfa á skipum Eimskips og Samskips eru í vinnu hjá erlendum félögum og engir skattar þaðan skila sér til Íslands. Nú ætla einhverjir flugliðar í mál við vinnuveitanda sinn væntanlega í þeim tilgangi að leggjast á árarnar við að veita honum náðarhöggið. Þegar vinnuveitandi þeirra hefur síðan lagt upp laupana verður byrjað á að grenja sig inn á atvinnuleysisbætur áður en þessir aðilar verða tilbúnir til að hlaupa í störf hjá erlendum aðilum fyrir brot af þeim launum sem þeir höfðu hér. Eru ekki örugglega allir að kaupa hlutabréf í vinnuveitanda þessara aðila? 


mbl.is Tengsl loftgæða og veikinda ekki fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2019

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 129887

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband