7.8.2019 | 10:03
Hvernig er málið vaxið?
Það hefur hvergi komið fram í fréttaflutningi af málinu hvernig mismunurinn hefur orðið. Hins vegar hefur komið fram að kaupsamningur sem gerður var fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan er ekki pappírsins virði. Samkvæmt því sem komið hefur fram þá koma að þessu verkefni auk verktakans sem byggði húsin Landsbankinn og FEB. Það þarf ekki að efast um að Landsbankinn hefur haft her sprenglærða sérfræðinga í því sem að þeirra hluta stóð varðandi fjármögnun. Í forsvari fyrir FEB eiga að heita að vera vel menntaðir reynsluboltar úr rekstri og jafnvel stjórnmálum (sem eru kannski engin meðmæli). Það virðist því miður ekki hafa skilað þessari þjóð nema hörmungum að senda sem flesta í háskóla, klúður sambærileg þessu tröllríða samfélaginu og er af nógu að taka, Reykjavíkurborg, alls kyns opinberir verndaðir vinnustaðir að ógleymdu Isavia-WOW klúðrinu sem ekki sér fyrir endann á. Hver klikkaði í þessu verkefni ? Var fólk að gera kaupsamning við FEB sem átti ekki einu sinni íbúðirnar ? Svo er að skilja þar sem FEB hefur ekki lyklana að þeim. Er þetta þá ekki nokkurs konar svikamylla?
![]() |
Verktakinn aldrei lent í öðru eins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. ágúst 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 287
- Frá upphafi: 129887
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 233
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar