Breytinga þörf í breyttu grátstandi.

Það er alls konar ástand alltaf en óneitanlega aldrei eins. Nú er ástand sem er eiginlega orðið grátstand sem krefst þess að takmarka snertingu og nánd einstaklinga vegna veiru sem hefur brotist út til að vernda heilsu almennings. Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að slíkt ástand mun vara um nokkurn tíma og sennilega lengur en væntingar eru almennt um. Nánast allir líða fyrir það ástand sem nú er og rekstraraðilar verða fyrir mismiklum skakkaföllum af þessum sökum. En þá þykir við hæfi að tylla sér á grátbekkinn og bíða eftir dúsu í lófann í stað þess að leita leiða til að halda rekstri áfram í því ástandi sem nú er og verður um einhvern tíma. Hvernig væri nú að SFV sem og aðrir rekstraraðilar í öðrum greinum komi með tillögur að breytingum á rekstrarskipulagi sínu til yfirvalda sem gætu orðið grunnur af því að að fyrirtæki séu opin jafnframt því að  ásættanlegt sé talið að fullnægi nauðsynlegum smitvörnum ? Það mætti gera með skiptingu rýma í smærri hólf, aðgangi, skipulagi heimsókna gesta osfrv. Sviðslistir gætu hafist ef húsin skiptu upp rýmum. Allt kostar þetta peninga og ljóst að þjónustan verður dýrari en án efa er markaður fyrir slíkt. Fólk virðist í fyrra ástandi tilbúið til að borga tugi þúsunda fyrir stæði (ekki stól) á tónleikum, eyðir stórfé í ferðir til útlanda til að glápa á tuðruspark. Nú er tímabært að gera eitthvað annað en að gráta yfir vesældóm sínum og finna leiðir til að lifa með veirunni.


mbl.is Margir veitingastaðir munu ekki opna aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2020

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 130903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband