16.12.2020 | 11:21
Náfnykurinn og lygararnir.
Embættismennirnir sem uppteknir eru af alls kyns vottorðum og límmiðum eru hins vegar hvergi sjáanlegir þegar náfnykinn leggur yfir byggðir í aðdraganda Þorláksmessunnar sökum framboðs ámíginnar skötu sem enginn virðist vilja taka til förgunar. Svo römm er svækjan víða að sjá má hana berum augum nema ef hún er svo svæsin að svíði í augum. Múgsefjun er talsverð í þessu og fjöldi fólks þykist þykja þetta baneitraða, skemmda og ámígna ómeti bragðgott og hægt er þá að ganga að því vísu að það fólk lýgur þá öllu öðru sem það segir líka. Sjálfur var ég stráklingur í sveit þar sem hvorki var heitt vatn né rafmagn en yfir heiði var að fara til að komast á næstu bæi. Þar var lítið annað á borðum en kæst og súrsað ómeti nema ef eitthvað féll til sjálfdautt á bænum og þá var veisla. Ég hafði þó vit á að flýja til byggða þegar sú gamla á bænum hrökk upp af og hef síðan haldið mig á svæðum þar sem hægt er að keyra frysta og kæligeymslur. Með alla þá tækni sem til staðar er í dag þarf ekki að leggja sér neitt skemmt til matar.
![]() |
Ósáttur við að þurfa að taka fisk úr sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 16. desember 2020
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 130907
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar