Við munum öll deyja.

Þetta er dæmi um hræðsluáróður sem fjölmiðlar virðast því miður duglegir að halda á lofti og ef vel tekst til með slíka múgæsingu mun það valda öngþveiti meðal almennings og gera illt verra. Af þeim 1.400 milljónum sem búa í Kína þar sem tæp 20% jarðarbúa eiga heima hafa 0,08 milljónir (80 þúsund) verið greindir með veiruna og 0,0028 milljónir (2,8 þúsund) látist af hennar völdum, reikni svo hver fyrir sig. Hve margir deyja árlega úr kvefi eða árstíðabundinni flensu ? Hve margir aldraðir og með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma sem "deyja bara þar sem komið er að ævilokum" deyja af völdum slíkra kvilla þó þeir séu ekki skráðir sem slíkir? Við munum öll deyja, svo mikið er víst, bara spurning hvenær. Eigum við þá bara að sitja heima og bíða eftir því að dauðinn banki upp á taki mál af okkur? Er ekki betra að reyna að njóta þeirra stunda sem eftir eru, hversu margar sem þær eru ? Það er hins vegar full ástæða til að temja sér hreinlæti og umgengnisvenjur sem til þess eru fallnar að minnka möguleikann á að dauðinn kíki við fullsnemma, nú sem endranær. Kannski er þessi vírus ágætis áminning um að fólk eigi ekki að vera sínkt og heilagt að ulla hvert upp í annað, slefandi ofan í hálsmálið hvert á öðru. Ég ætla amk. að halda áfram að draga andann þar til slökknar á mér af náttúrulegum ástæðum.


mbl.is Kýs að fá kórónuveiruna á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sköllóttu í snjónum.

Það var í sjálfu sér ekkert að færðinni en hins vegar ótrúlega margir sem æða út á smápúddum sem eru skóaðir á glanssköllótt og valda því að þeir sem eru á réttum búnaði komast ekki leiðar sinnar. Lögreglan ætti að taka verulega hart á skussunum sem fara svona vanbúnir út í umferðina. Það mætti gera þessi ökutæki upptæk og setja í pressur endurvinnslustöðvanna. Fólk er ótrúlega fljótt að læra í gegnum budduna.


mbl.is Einn og hálfan tíma á leið til vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2020

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband