28.1.2021 | 11:48
Eignarýrnunin skattlögð.
Alltaf skal það vera lausn embættismanna og pólitíkusa til tekjuöflunar að seilast í vasa þeirra sem sýnt hafa ráðdeild svo þeir sem illa fara með geti haldið uppteknum hætti í svalli og gjálífi sínu. Nú þegar bankarnir bjóða þeim innlánseigendum sem mest fá innlánsvexti upp á 2% er verðbólga 4,7%. Samt þykir eðlilegt að skattleggja þessi 2% sem er í raun ekki annað en skattlagning á verðrýrnun upp á 2,7%. Nú hyggst Hrungeir Kommason á Svörtuloftum bæta um betur með stórfelldri peningaprentun eins og "frændi" hans, kolamolinn í Zimbawbe gerði forðum. En honum tókst að þynna gjaldmiðil lands síns svo út að jafnvel peningaseðill með 15 tölustöfum var nánast verðlaus jafnsnarlega og hann kom út. Þetta er í raun hrein og klár eignaupptaka í viðleitni til að gleðja þá sem ekkert leggja til samfélagsins en eru þess í stað grónir við ríkisjötuna. Kannski Hrungeir fái mynd af sér á einn 15 tölustafa seðil fljótlega, hver veit ?
![]() |
Spá óbreyttum stýrivöxtum og minni verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2021 | 11:31
Vinnutímaþjófarnir.
Á þá ekki að setja í sömu lög ákvæði um vinnutímaþjófana ? Þ.e. þá sem eru að sinna sínum hugðarefnum í vinnutímanum á kostnað launagreiðandans ? Það hefur eitthvað lítið farið fyrir þeirri umræðu.
![]() |
Forysta Eflingar harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. janúar 2021
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar