Til hvers ?

Hr. Knoll og Hr. Tott sem ráku saman járnabindingafyrirtæki voru fyrr á árinu dæmdir til greiðslu 70 milljón króna sektar hvor fyrir að stela undan tugum milljóna. Séu sektir ekki greiddar eiga þeir að sitja í fangelsi í 12 mánuði hvor. Nú er ljóst að sektirnar greiða þeir ekki og ekki er heldur pláss fyrir þá bak við rimlana þannig að refsingin þynnist út í ekki neitt. Það er alveg ljóst að svona glæpir borga sig. En til hvers er verið að halda úti þessu rándýra Héraðssaksóknaraembætti og auka svo á kostnað skattgreiðenda með að bögla svona málum gegnum dómstólana ? Það má öllum ljóst vera að þessi glæpalýður mun ekki sitja mínútu af sér í fangelsi. Það er ekki pláss fyrir þá í fangelsunum þar sem ofbeldismenn fá forgang að vistarverunum þar.


mbl.is Ákært fyrir peningaþvætti og bókhaldssvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna....?

.... eiga þeir sem hafa þegið bólusetningu og þar með bestu mögulegu varnir sem í boði eru að búa við takmarkanir til að verja þverhausana og samsæriskenningasmiðina fyrir alvarlegum veikindum ? Það virðist nokkuð ljóst að þeir sem bólusettir eru veikjast almennt mun minna en hinir sem óbólusettir eru. Jafnframt virðist ljóst að óbólusettir eru líklegri til að þurfa sjúkrahúsvist ef þeir veikjast en hinir. Þá virðist það liggja fyrir að bólusettir jafnt sem óbólusettir geta smitað. Nú fylkjast þverhausarnir fram og tala um mismunun sem lýsir kannski hugarheimi þessa fólks en frelsi þess er mun ofar í huga þess en þeirra sem líða þurfa fyrir þverhausahátt hinna óbólusettu. Það mega allir stjórna ökutækjum, skipum og flugvélum en aðeins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ekki er það talið mismunun að banna próflausum einstaklingi að aka bifreið. Á mörgum vinnustöðum er hjálmaskylda og það er ekki álitin mismunun að neita hjálmlausum um aðgang. Auðvitað er ekkert bannað að vera þrjóskur og þver eða vitlaus en það er hæpið að takmarka frelsi annarra ef einhverjir kjósa að halda í þessa kosti sem þeir telja. Ég er ekki sérfræðingur í smitsjúkdómum en ég er frekar glöggur að sjá þverhausahátt fólks. Ég er reyndar bölvaður þverhaus sjálfur en ekki nægilega þver og þrjóskur til að hafna bestu mögulegu vörnum gegn því að veikjast af alvarlegum sjúkdómum.


mbl.is Taka þurfi umræðu um mismunandi takmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2021

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 131017

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband