17.6.2021 | 10:12
Pokaeftirlitið.
Fljótlega verður væntanlega sett á fót nýtt ríkisapparat sem kallað verður Pokaeftirlitið ohf. Það mun hafa með höndum það eina verkefni að fylgjast með því að þegnar landsins noti hvern poka hverrar gerðar sem hann er oftar en einu sinni. Ströng viðurlög verða við því að nota hann aðeins einu sinni. Pokinn sem slíkur, hvort sem hann er úr pappír, plasti, taui eða jafnvel timbri og járni ákveður ekkert sjálfur hvort hann er einnota eða margnota. Það eru þeir sem nota pokana og því fáranlegt að banna einhverjar tegundir þeirra. Ef plastpokinn væri seldur á 300 krónur eins og taupokinn, væri hann þá aðeins notaður einu sinni ? Þegnarnir þurfa nú samt tæplega að hafa áhyggjur af því að verða nappaðir enda þrátt fyrir óteljandi eftirlitsstofnanir ríkisins þá er allt eftirlit í skötulíki þar sem langflestir starfsmenn í þessum geira telja sitt eina hlutverk vera að bíða efrir næsta útborgunardegi.
![]() |
Engir einnota pokar í Vínbúðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 17. júní 2021
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 41
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 130955
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar