30.6.2021 | 09:11
Menntun og skilningur.
Með hækkandi menntunarstigi landans virðist ekki fylgja aukinn skilningur eða hæfni. Þvert á móti er almennt hröð hnignun í hæfni og getu fólks, jafnvel þótt fólk sitji á skólabekk langleiðina fram að andláti. Sumir héldu og halda enn að Nýbýlavegurinn heiti í raun Nýbílavegur eftir nýjum bílum sem seldir voru meðan bílaumboðin voru nokkur við götuna. Svo telja einhverjir að álfar hafi átt heima í hólfi við Álfhólsveg og kalla hann Álfhólfsveg. Borgin strögglast enn við að kalla götu í vesturbænum Eiðsgranda og ber fyrir sig fornmál sem ekki er brúkað lengur. Gatan sú dregur nafn sitt af bænum Eiði sem stóð á bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur. Rétt beyging samkvæmt nútíma ritreglum er Eiðisgrandi en ekki Eiðsgrandi. Núverandi skilti götunnar gefur til kynna að hún sé kennd við einhvern Eið og hvaða Eiður skyldi það nú vera ? Er ekki alveg við hæfi að spara breytinguna á skiltinu við Grensásveg og kalla götuna bara eftir Grensári, eða bara Gamlári. Ég átta mig reyndar ekki á hvað grensár gæti helst verið, kannski sár á greni ?
![]() |
Óvelkomið R rataði óvænt inn á Grensásveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 30. júní 2021
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 25
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 130939
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 127
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar