22.7.2021 | 10:03
Hnignun og leti.
Varla er við starfsfólkið að sakast þó það læri ekki tungumálið í einum grænum. Og ekki er það rekstraraðilanum að kenna þó hann fái ekki íslenska letingja til að rísa upp úr sófanum til sjálfsbjargar. Það hlýtur samt að vera eitthvað að þegar þúsundir þiggja atvinnuleysisbætur þar sem þau komast upp með að hafna vinnu sem í boði er og á sama tíma þarf að flytja inn útlendinga til að manna störfin. Það vakti athygli mína þegar ég átti leið um Vík í Mýrdal fyrir nokkru síðan að ég hitti aðeins einn starfsmann í öllu plássinu sem talaði Íslensku. Sú manneskja er reyndar eigandi lítillar verslunar sem hún opnaði nýlega. Í dagvöruverslun á svæðinu talaði ég við fjóra starfsmenn og enginn þeirra talaði Íslensku, í annarri verslun sem selur fatnað ásamt ýmsu túristadóti talaði ég við fjóra og enginn talaði Íslensku, á kaffihúsinu voru tveir starfsmenn sem hvorugur töluðu Íslensku, á þjónustustöð olíufélags á svæðinu var enginn Íslenskumælandi þó amk. þrír starfsmenn hafi verið þar við afgreiðslu. Þetta ástand er reyndar alls staðar á landinu en Íslenskan er greinilega á undanhaldi alls staðar. Er ekki meira við stjórnvöld að sakast ? Lækka þarf atvinnuleysisbætur niður í þriðjung og þá hunskast iðjuleysingjarnir sem ekki nenna að vinna til þáttöku í samfélaginu. Meðan ekki fæst fólk til starfa eiga atvinnuleysisbætur engan rétt á sér.
![]() |
Viðskiptavinir kvarta yfir erlendu starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2021 | 09:37
Fylgir nafnið ekki með þrotabúinu ?
Þrotabúið selt og fylgir þá ekki nafnið með og allt heila klabbið ? Allt er nú kallað hugverk í dag, einhver hönnuðurinn taldi sig eiga ákveðna liti sem kom fram í frétt fyrr á árinu og gagnrýndi hún aðra fyrir að nota litina sína.
![]() |
Sakar eigendur Rammagerðarinnar um hugverkabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. júlí 2021
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 61
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 130975
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar