3.7.2021 | 09:50
Menn og konur ?
Konur eru líka menn en það virðist heldur betur vefjast fyrir mörgum nú til dags. Hinir svokölluðu feministar sem oftar en ekki eru haldnir óþrjótandi minnimáttarkennd bregðast oft ókvæða við þegar aðeins er talað um menn og telja þá að konur séu þar með hafðar útundan. Það dettur engum í hug að tala um kött og læðu þar sem köttur er fyrir bæði kynin sem greind eru í sundur með fress og læðu. Það er hreint galið að sjá að vel menntað fólk sé að láta frá sér texta eða upptöku talandi um menn og konur, frekar ætti þá að tala um karla og konur. En eins og ég hef oft bent á þá virðist almennt ekki breyta neinu í þessu sambandi hvort um er að ræða fólk sem ekki hefur náð að ljúka barnaskólprófi eða hina sem eru svo sprenglærðir að þeir telja sig ekki eiga samleið með hinum sem þó tala og skilja móðurmálið. Menntun í landinu hefur farið verulega hnignandi í beinu samhengi við ríkari kröfur um gráður og lengri skólagöngu.
![]() |
Í ógöngur ef hróflað er við orðinu maður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. júlí 2021
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 57
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 184
- Frá upphafi: 130971
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar